Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:54 Good Morning America er vinsælasti morgunþáttur í Bandaríkjunum. GMA Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn. Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22