Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Nýjar hraun­tungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum

Vísindaráð almannavarna varar við dvöl nálægt gosstöðvunum í Geldingadal. Mælt er með því að fólk virði fyrir sér gosstöðvarnar frá hæðum í kringum Geldingadal en fari ekki of nálægt. Til að mynda er varað við því að glóandi hraun geti fallið úr hraunjaðrinum og „hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt að forðast á hlaupum.“

Innlent
Fréttamynd

Fögur gígaröð er að mótast í eldgosinu

Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna

Einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins segir að gosið í Geldingadal sýni að runnið sé upp nýtt kvikuskeið á Reykjanesinu. Eldsumbrotin minni á upphaf Kröfluelda og faslega megi gera ráð fyrir fleiri eldgosum á Reykjanesskaganum í náinni framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár

Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 

Innlent
Fréttamynd

Á von á gasinu til höfuð­borgar­svæðisins upp úr há­degi

Von er á því að gas úr gosinu í Geldingadal berist í átt að höfuðborgarsvæðinu frá og með hádegi í dag og fram eftir kvöldi. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir þó litlar líkur á að gasið verði í hættulegu magni og líklegast að það verði mjög lítið. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra.

Innlent
Fréttamynd

Almannavarnastig lækkað niður á hættustig

Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa.

Innlent
Fréttamynd

Myndskeið af eldgosinu

Hraunið flæðir upp úr jörðinni í Geldingadal á Reykjanesi. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja um lítið eldgos að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða

Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 

Innlent
Fréttamynd

Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal

Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með.

Innlent
Fréttamynd

Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun

Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum.

Innlent