„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júlí 2021 12:08 Skjáskot tekið nú í hádeginu. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. „Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
„Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21