Með gosið í gangi heima í stofu Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 20:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir engin merki um að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Hraunfoss hefur runnið með boðaföllum niður í Meradali í dag eftir að virkni í gígnum í Fagradalsfjalli breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um að goslok séu í nánd. Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Eftir að hafa legið í láginni í um fjóra sólarhringa tók eldgosið sig upp að nýju í nótt. Snemma í morgun farið að gusast hressilega úr gígnum, í fyrsta skipti frá því á mánudaginn. Vísindamenn hafa verið við gosstöðvarnar í dag að kanna aðstæður. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í viðtali við Bylgjuna í dag: „Það er mjög öflugur og tilkomumikill hraunfoss með boðaföllum sem hefur verið að fæða Meradalina. Allur vestari hluti Meradala, það er nýtt hraun sem þekur hann.“ Engar grundvallarbreytingar orðið á gosinu Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur áréttar að eldgosið hafi ekki á neinum tímapunkti stöðvast, heldur hafi eldvirknin á yfirborðinu aðeins breyst. „Þetta eru miklar breytingar, sem hafa orðið á virkninni í gígunum. Það er mjög athyglisvert, sérstaklega í ljósi þess að framleiðni, aðfærsla kviku að neðan og upp í gegnum gíginn, hún hefur lítið sem ekkert breyst. Samt erum við að sjá þessar miklu sveiflur í gígavirkninni. Það er fyrir mér mjög spennandi og athyglisvert og ég vil endilega skilja það betur,“ segir Þorvaldur. Á þessari stundu er hraunstreymið aðallega inn í Meradali en kvikan hefur þegar þakið töluvert svæði fjallsins. Eldgosið hefur nú staðið í tæpa fjóra mánuði og lætur engan bilbug á sér finna. "Ja, heldur þetta ekki bara áfram? Það er í sjálfu sér ekkert sem er að segja okkur það að endalok séu nærri eða neitt þess háttar. Það er greinilegt að það er enn aðstreymi af kviku upp í gegnum aðfærsluæðina og á meðan það er, þá heldur gosið áfram." Enn á kafi í gosinu Þótt almenningur kunni að leiða hugann sífellt minna að langvinnu gosinu, á það enn hug vísindamanna. „Við erum á kafi í þessu. Þetta eiginlega á hug manns og tíma líka. Þetta er náttúrulega alveg einstakt tækifæri til að gera ákveðnar mælingar og í raun og veru setja upp ákveðnar tilraunir ef það má orða það svoleiðis.“ Þar sem vísindamenn geta ekki verið við gosstöðvarnar öllum stundum koma beinar útsendingar helstu fjölmiðla að góðum notum. Þorvaldur er með beina útsendingu Vísis og Stöðvar 2 í gangi á flatskjánum heima í stofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. 10. júlí 2021 12:08
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Búast ekki við sjáanlegum jarðeldi á næstunni Lengsta goshlé eldgossins við Fagradalsfjall, alls um þrjátíu og fjórar klukkustundir, stendur enn yfir og ekki er útlit fyrir að jarðeldur sjáist aftur í bráð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. 7. júlí 2021 12:43