Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 07:49 Gosmóðunnar hefur meðal annars gætt á höfuðborgarsvæðinu. Vegna hennar rétt sést móta fyrir Esjunni úr húsnæði fréttastofunnar við Suðurlandsbraut nú í morgun. Vísir/Vésteinn Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur
Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira