Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2021 03:11 Skjáskot tekið um fjögurleytið sýnir hraunslettu í gígnum. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. Þegar leið á nóttina var greinilegt að gosvirknin var að aukast. Hraunslettur fóru svo að sjást á vefmyndavél Vísis um fjögurleytið. Þetta er fyrsta kvikan sem sést gusast í gígnum frá því á mánudagskvöld. Skjáskot tekið klukkan 5:15 í morgunVefmyndavél Vísis/Skjáskot Á óróariti Veðurstofunnar frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sést einnig greinileg breyting. Það sýnir að óróapúlsinn tók að rjúka upp seint í gærkvöldi. Óróaritið frá mælinum á Fagradalsfjalli, eins og það leit út klukkan fimm í morgun. Það sýnir óróann síðustu tíu sólarhringa. Takið eftir hvernig strikið hefur rokið upp frá miðnætti. Laust eftir miðnætti fór óróinn hærra upp en hann hefur verið undanfarna fjóra sólarhringa. Er þetta í fyrsta sinn frá því á mánudagskvöld, þegar sýnilegt hraunrennsli hætti frá gígnum, sem óróinn nálgast sömu hæð og hann var í þegar eldgosið var í fullum gangi. Gígurinn um hálfþrjúleytið í nótt, eins og hann blasti við á vefmyndavél Vísis. Þá var ekki farið að sjást í hraunslettur.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá stöðumat Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld: Hér má sjá hraunið flæða yfir gígbarmana þegar eldgosið tók kipp á ný fyrir tíu dögum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Þegar leið á nóttina var greinilegt að gosvirknin var að aukast. Hraunslettur fóru svo að sjást á vefmyndavél Vísis um fjögurleytið. Þetta er fyrsta kvikan sem sést gusast í gígnum frá því á mánudagskvöld. Skjáskot tekið klukkan 5:15 í morgunVefmyndavél Vísis/Skjáskot Á óróariti Veðurstofunnar frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sést einnig greinileg breyting. Það sýnir að óróapúlsinn tók að rjúka upp seint í gærkvöldi. Óróaritið frá mælinum á Fagradalsfjalli, eins og það leit út klukkan fimm í morgun. Það sýnir óróann síðustu tíu sólarhringa. Takið eftir hvernig strikið hefur rokið upp frá miðnætti. Laust eftir miðnætti fór óróinn hærra upp en hann hefur verið undanfarna fjóra sólarhringa. Er þetta í fyrsta sinn frá því á mánudagskvöld, þegar sýnilegt hraunrennsli hætti frá gígnum, sem óróinn nálgast sömu hæð og hann var í þegar eldgosið var í fullum gangi. Gígurinn um hálfþrjúleytið í nótt, eins og hann blasti við á vefmyndavél Vísis. Þá var ekki farið að sjást í hraunslettur.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Hér má sjá stöðumat Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld: Hér má sjá hraunið flæða yfir gígbarmana þegar eldgosið tók kipp á ný fyrir tíu dögum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21
Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54