Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2021 21:21 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sigurjón Ólason Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. Þegar horft var á gíginn í vefmyndavél Vísis nú síðdegis sást rjúka úr honum en enginn jarðeldur. Raunar hefur ekkert hraun sést koma upp úr gígnum frá því seint á mánudagskvöld. „Þetta gæti verið byrjunin á endalokunum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu um það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í fréttum Stöðvar 2. Eldbjarmi sást í gígnum síðustu nótt. Verður þetta síðasti jarðeldurinn?Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Það sást reyndar í eldbjarma um tíma í nótt en engar hraunslettur sáust úr gígnum. „Það eru svona vissar vísbendingar um að það hægi á landssiginu sem fylgir því að kvikan er að koma upp af dýpi.“ Magnús segir litla sem enga virkni sjást í gígnum og einnig hafi lítil virkni sést síðustu daga á hraunjöðrunum, lítið sjáist í glóð. „Þannig að það er svo að sjá að það sé eitthvert hökt komið í framleiðnina niðri. En það útilokar hins vegar ekkert að þetta nái sér af stað aftur. Við verðum bara að bíða og sjá. Það er ekki nærri komið að því að segja að þetta gos sé búið.“ Séð yfir eldstöðina í byrjun maímánaðar. Horft í átt til Reykjavíkur.Egill Aðalsteinsson Þá segir Magnús að flest gos á Reykjanesskaga verði ekki mikið stærri en þetta. „Gosið núna í Fagradalsfjalli, það er orðið svona meðalgos og er stærra en meðalgos akkúrat á þessu svæði. En það segir hins vegar ekkert um hvernig þetta ætlar að enda og við getum ekkert fullyrt um það ennþá.“ Hann telur minni líkur á dyngjugosi sem standi árum saman. „Þær eru minni. Það eru minni líkur á að við fáum stóra dyngju. Af því bara að það er miklu sjaldgæfari atburður á Reykjanesskaga miðað við svona meðalgosin.“ Séð yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála.Arnar Halldórsson Þegar gosið var í hvað mestum ham töldu menn að stutt væri í að það næði Suðurstrandarvegi. Á Ísólfsskála kepptist fólk við að bjarga verðmætum úr húsum áður en hraunið flæddi yfir jörðina. „Ef þetta er nú byrjunin á endalokunum þá eru nú bara góðar líkur á að þetta fari ekkert niður á Suðurstrandarveg. En það er engu hægt að slá föstu ennþá,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þegar horft var á gíginn í vefmyndavél Vísis nú síðdegis sást rjúka úr honum en enginn jarðeldur. Raunar hefur ekkert hraun sést koma upp úr gígnum frá því seint á mánudagskvöld. „Þetta gæti verið byrjunin á endalokunum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu um það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í fréttum Stöðvar 2. Eldbjarmi sást í gígnum síðustu nótt. Verður þetta síðasti jarðeldurinn?Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Það sást reyndar í eldbjarma um tíma í nótt en engar hraunslettur sáust úr gígnum. „Það eru svona vissar vísbendingar um að það hægi á landssiginu sem fylgir því að kvikan er að koma upp af dýpi.“ Magnús segir litla sem enga virkni sjást í gígnum og einnig hafi lítil virkni sést síðustu daga á hraunjöðrunum, lítið sjáist í glóð. „Þannig að það er svo að sjá að það sé eitthvert hökt komið í framleiðnina niðri. En það útilokar hins vegar ekkert að þetta nái sér af stað aftur. Við verðum bara að bíða og sjá. Það er ekki nærri komið að því að segja að þetta gos sé búið.“ Séð yfir eldstöðina í byrjun maímánaðar. Horft í átt til Reykjavíkur.Egill Aðalsteinsson Þá segir Magnús að flest gos á Reykjanesskaga verði ekki mikið stærri en þetta. „Gosið núna í Fagradalsfjalli, það er orðið svona meðalgos og er stærra en meðalgos akkúrat á þessu svæði. En það segir hins vegar ekkert um hvernig þetta ætlar að enda og við getum ekkert fullyrt um það ennþá.“ Hann telur minni líkur á dyngjugosi sem standi árum saman. „Þær eru minni. Það eru minni líkur á að við fáum stóra dyngju. Af því bara að það er miklu sjaldgæfari atburður á Reykjanesskaga miðað við svona meðalgosin.“ Séð yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála.Arnar Halldórsson Þegar gosið var í hvað mestum ham töldu menn að stutt væri í að það næði Suðurstrandarvegi. Á Ísólfsskála kepptist fólk við að bjarga verðmætum úr húsum áður en hraunið flæddi yfir jörðina. „Ef þetta er nú byrjunin á endalokunum þá eru nú bara góðar líkur á að þetta fari ekkert niður á Suðurstrandarveg. En það er engu hægt að slá föstu ennþá,“ segir Magnús Tumi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá gíginn í beinni á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur. 8. júlí 2021 00:54
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17
Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13