Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 12:06 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar ræddi um stöðuna í Geldingadölum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18