Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2021 22:57 Frá Reykjanesbraut við Voga. Þar er talið að hraun gæti runnið til sjávar. Arnar Halldórsson Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hafi einhver haldið að eldgosið væri í andarslitrunum, þá birtist allt önnur sýn á vefmyndavél Vísis í gærkvöldi en þá gengu gusurnar upp með reglulegu millibili, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar sýna raunar einhvern mesta ham eldgossins á þeim liðlega eitthundrað dögum sem liðnir frá því upphafi þess. Svo mikill var krafturinn á köflum að barmar gígsins fylltust og flæddi hraunið upp úr til allra átta. Í þessum ham var gosið frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan tvö í nótt og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að óróakviðurnar hafi á köflum verið þær mestu sem hann hafi séð til þessa. Heldur dró úr hamaganginum þegar leið á nóttina og virðist gosið núna aftur komið í sígos með stöðugu hraunrennsli. Á vegum Almannavarna er búið að reisa lítinn varnargarð í mynni Nátthaga í von um að tefja hraunrennsli í átt að Suðurstrandarvegi. Einnig er kominn leiðigarður við gönguleið A sem ætlað er að beina hrauni frá því að komast til vesturs í Nátthagakrika. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.Egill Aðalsteinsson „Þetta verður til þess að hraunið sem er að koma að þessum garði fer ofan í Nátthagann í stað þess að fara til vesturs þar sem það gæti verið að flæmast um. Og það er mjög mikið til vinnandi að fresta því að minnsta kosti sem mest,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Hraunflæðispá miðað við langt eldgos og að hraun nái óhindrað að renna vestur fyrir Nátthagakrika.Verkís Hraunflæðilíkön sýna hvað gæti verið í húfi, byggðin í Grindavík sem og orkuverið í Svartsengi, og er byrjað að teikna upp varnarmannvirki, út frá mismunandi sviðsmyndum. Jafnframt eru menn farnir að huga að vörnum fyrir einhverja mikilvægustu samgönguæð landsins, Reykjanesbraut. „Það er líka verið að tala um hraunrennsli til norðurs að Reykjanesbrautinni og jafnvel til sjávar þar. Það er einmitt verið að hanna þessi mannvirki núna þannig að það verði hægt að bregðast við í tíma,“ segir bæjarstjórinn. Fannar tekur þó fram að verið sé að horfa til nokkuð langrar framtíðar. „Það er verið að tala um einhver ár. Við erum að tala um kannski svona þriggja ára tímabil. Við erum að horfa til þess núna. Og innan þess tíma gæti þurft að vera búið að koma upp þessum varnargörðum. Þannig að það er tími til stefnu. En það er ástæðulaust að bíða eftir því að hanna þetta,“ segir bæjarstjóri Grindavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá vefmyndavél Vísis á gosstöðvunum:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Samgöngur Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. 18. júní 2021 18:31