Samgöngur

Fréttamynd

Búið að opna Hellisheiði

Vegurinn um Hellisheiði er hefur verið opnaður á nýjan leik en honum var lokað í morgun á meðan vinna stóð yfir við að fjarlægja olíuflutningabíl.

Innlent
Fréttamynd

Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs

Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Flokki gegn vegtollum vex ásmegin í Noregi

Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun.

Erlent
Fréttamynd

Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi

Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga

Innlent
Fréttamynd

Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi

Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“

Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt.

Innlent