Þróa sjálfvirka sævængi til að láta vindinn draga skip áfram Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2019 16:42 Með sævængjum er hugmyndin að láta vindorku hjálpa til við að knýja skipin áfram. Teikning/Airseas. „Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum. Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
„Sævængir þýða byltingu fyrir siglingar og fyrir umhverfið,“ sagði Akira Misaki, forstjóri japanska skipafélagsins K-line, við undirritun samnings við fyrirtækið Airseas, dótturfélag Airbus, um nýjan seglbúnað fyrir skip, byggðan á flugtækni. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í gær og felur í sér tuttugu ára þróunarverkefni. Sævængur er einskonar sjálfvirkur flugdreki sem nýtir eiginleika svifvængs. Byrjað verður á því að koma sævæng fyrir á einu flutningaskipi og láta þannig vindinn hjálpa til við að draga það áfram. Með því að nýta vindorku með þessum hætti er talið unnt að draga úr losun koltvísýrings viðkomandi skips um 20 prósent. Í framhaldi af tilraunum hyggst K-line, eða Kawasaki Kisen Kaisha, eins og skipafélagið heitir formlega, kaupa fimmtíu sævængi á skip sín. „Með því að nýta flugtækni sævængja minnkum við umhverfisfótspor skipa okkar um 5.200 tonn koltvísýrings á ári. Þetta mun stuðla að því markmiði okkar að draga úr losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2050,“ sagði Misaki, forstjóri K-line. Airseas-fyrirtækið hóf þróun sævængsins árið 2016 og prófaði frumgerðina á sjó í árslok 2017. Það hyggst sjálft fyrir árslok 2020 koma fyrir 500 fermetra sævæng á 150 metra löngu flutningaskipi, sem siglir yfir Atlantshafið á leiðinni milli Saint-Nazaire í Frakklandi og Mobile í Alabama í Bandaríkunum. Japanska skipafélagið áformar að hafa 1.000 fermetra sævængi á sínum skipum og er stefnt að því að sá fyrsti verði kominn í notkun árið 2021. Markmið Airbus er að fyrir árið 2025 verði yfir eitthundrað skip dregin áfram á sævængjum.
Airbus Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira