Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:13 Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20
Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent