Ný tegund hraðamyndavéla á Grindavíkurvegi Sighvatur Jónsson skrifar 30. júní 2019 20:02 Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar. Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja hafa verið settar upp á Grindavíkurvegi. Vélarnar eru öðruvísi en eldri hraðamyndavélar á landinu. Bæjarstjóri Grindavíkur bindur vonir við að myndavélaeftirlitið dragi úr hraða inn til bæjarins. Alvarleg umferðarslys og banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi. Lagfæringar á veginum eru gerðar í tveimur áföngum. Lokið var við þann fyrri á síðasta ári. Þá var vegurinn breikkaður annars vegar við Reykjanesbraut og hins vegar við veginn að Bláa lóninu. Seinni áfangi verksins hefur verið boðin út og bæjarstjórinn vonar að framkvæmdum á miðju vegarins frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu ljúki fljótlega. „Nú er það svona kaflinn sem kallaður er tveir plús einn vegur sem er framúrakstur og síðan í lokin í haust áður en hleypt verður fyrir umferð á fullbúnum veg verður sett vegrið á miðjan veginn sem kemur í veg fyrir hættulegustu slysin, það er að segja framanákeyrslurnar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Fannar segir að bílum hafi verið ekið utan í vegrið sem hafa verið sett upp beggja vegna vegarins.Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/stöð 2„Það kann að hafa komið í veg fyrir alvarleg slys. Þessi vegur hefur verið mjög hættulegur. Bæjaryfirvöld og bæjarbúar hafa mjög þrýst á það að fá hann lagfærðan. Nú sér sem betur fer fyrir endann á þessu í haust þannig að umferðin verðu miklu öruggari og hættulegustu slysunum vonandi útrýmt.“ Umferð á Grindavíkurveginum er mest á kaflanum frá Reykjanesbraut að Bláa lóninu. Bæjarstjórinn vill að vegurinn frá lóninu inn í bæinn verði lagaður, sá kafli sé líka hættulegur. Ekki hefur fengist fjárveiting fyrir þessum hluta - en reynt verður að gera hann öruggari með öðrum hætti í fyrstu. Búið er að setja upp hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Grindavíkurveginum. Þessar myndavélar eiga að koma í veg fyrir að hraðakstur verði of mikill inn til Grindavíkur. Það er verið að prófa þær og stefnt að því að taka þær í notkun seinna í sumar.
Bílar Grindavík Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira