Herjólfur kominn heim til Eyja Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 20:39 Nýi Herjólfur er kominn heim. Tryggvi Már, Eyjar.net Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. Skipið mun þó ekki hefja áætlunarsiglingar á allra næstu dögum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í samtali við Vísi að starfsmenn tollstjóra muni fara í gegnum skipið skammt frá Heimaey og býst hann við að sú skoðun muni taka einhverjar klukkustundir. „Svo ætlar hann að renna sér renna sér í rampinn um eða upp úr miðnætti, þegar gamli Herjólfur er búinn með dagsverkið. Við ætlum svo að tæma skipið. Það er svo mikið dót í skipinu núna,“ segir Guðbjartur.Að neðan má sjá þegar gamli Herjólfur og sá nýju mættust fyrr í kvöld. Myndband/ÞI Guðbjartur Ellert segir ekki alveg ljóst hvenær Herjólfur mun fara í sína fyrstu áætlunarsiglingu. „Það fer eftir því hvað verið verðum lengi að gera hann rekstrartækan. Það eru leyfismál, sigla á alla rampa – hér í Eyjum, í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Draumurinn er þó að hefja siglingar fyrir Orkumótið í fótbolta sem hefst hér í Eyjum 26. júní.“ Eins og alþekkt er þá tafðist afhending Herjólfs nokkuð eftir að pólska skipasmíðastöðin fór fram á viðbótargreiðslu frá Vegagerðinni. Samkomulag náðist þó að lokum milli deiluaðila. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni.Tryggvi Már, Eyjar.net Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Herjólfur á heimleið Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. 9. júní 2019 13:03 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. Skipið mun þó ekki hefja áætlunarsiglingar á allra næstu dögum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í samtali við Vísi að starfsmenn tollstjóra muni fara í gegnum skipið skammt frá Heimaey og býst hann við að sú skoðun muni taka einhverjar klukkustundir. „Svo ætlar hann að renna sér renna sér í rampinn um eða upp úr miðnætti, þegar gamli Herjólfur er búinn með dagsverkið. Við ætlum svo að tæma skipið. Það er svo mikið dót í skipinu núna,“ segir Guðbjartur.Að neðan má sjá þegar gamli Herjólfur og sá nýju mættust fyrr í kvöld. Myndband/ÞI Guðbjartur Ellert segir ekki alveg ljóst hvenær Herjólfur mun fara í sína fyrstu áætlunarsiglingu. „Það fer eftir því hvað verið verðum lengi að gera hann rekstrartækan. Það eru leyfismál, sigla á alla rampa – hér í Eyjum, í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Draumurinn er þó að hefja siglingar fyrir Orkumótið í fótbolta sem hefst hér í Eyjum 26. júní.“ Eins og alþekkt er þá tafðist afhending Herjólfs nokkuð eftir að pólska skipasmíðastöðin fór fram á viðbótargreiðslu frá Vegagerðinni. Samkomulag náðist þó að lokum milli deiluaðila. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni.Tryggvi Már, Eyjar.net
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Herjólfur á heimleið Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. 9. júní 2019 13:03 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46
Herjólfur á heimleið Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. 9. júní 2019 13:03