Tillögur um jeppaumferð um Vonarskarð lagðar fyrir stjórn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júní 2019 06:00 Vonaskarð er við norðvesturhorn Vatnajökuls, milli Bárðarbungu og Tungnafellsjökuls. „Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira