Vegagerðin mátti ekki víkja frá skilmálum útboðs Reykjavegar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 16:45 Í tvígang hafnaði Vegagerðin lægsta tilboðinu í Reykjaveg en samþykkti eftir að frekari gögn voru lögð fram. Kærunefndin taldi henni ekki hafa verið heimilt að víkja frá skilmálum útboðsins. Vísir/Hanna Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur. Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Kærunefnd útboðsmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga að tilboði GT verktaka ehf. og Borgarvirkis ehf. í Reykjaveg þrátt fyrir að það hafi verið það lægsta. Vegagerðinni var talið óheimilt að víkja frá skilmálum útboðsins eftir að því lauk. Útboðið á Reykjavegi í Bláskógabyggð var auglýst í desember en í því var meðal annars gerð krafa um að viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda fyrirtækjanna sem tækju þátt. Bjóðendum yrði vísað frá ef fyrirtæki þeirra hefðu orðið gjaldþrota eða komist í sambærilega aðstöðu síðastliðin fimm ár. GT verktakar og Borgarvirki áttu lægsta tilboðið, rúmar 535 milljónir króna, tæpum fjörutíu milljónum króna minna en tilboð Þjótanda ehf. Þjótandi kærði útboðið í mars en kærunefndin stöðvaði samningsgerð við lægstbjóðendurna í apríl. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 20. júní kemur fram að Vegagerðin hafi tilkynnt GT verktökum og Borgarvirki að fyrirtækin uppfylltu ekki kröfur útboðsins um fjárhagsstöðu og að leita yrði samninga við Þjótanda í janúar. Við það gerðu fyrirtækin athugasemd og afturkallaði Vegagerðin þá ákvörðunina. Í kjölfarið skiluðu GT verktaka og Borgarvirki frekari gögnum en Vegagerðin hafnaði tilboðinu engu að síður aftur 31. janúar. Ástæðan var sú að gögnin voru talin ófullnægjandi. Aftur gerðu fyrirtækin athugasemd við þá niðurstöðu og lögðu fram frekari upplýsingar um fjárhag sinn. Í febrúar tilkynnti Vegagerðin bjóðendum að gengið yrði til samninga við GT verktaka og Borgarvirki.Skilmálar útboðsins skýrir Þjótandi hélt því fram í kæru sinni að fyrirtækin tvö sem áttu lægsta tilboðið hefðu ekki uppfyllt kröfur útboðsgagnanna. Þau byggðu á móti á því að Vegagerðinni hafi ekki verið heimilt að gera kröfur um viðskiptasögu lengra aftur í tímann en þau þrjú ár sem kveðið er á um í lögum að lágmarki. Kærunefndin benti á að GT verktakar og Borgarvirki hafi ekki gert athugasemdir við skilmála útboðsgagnanna. Fyrirtækin hefðu átt að beina kæru til nefndarinnar teldu þau skilmálana ólögmæta. Þau gætu ekki borið því við eftir opnun tilboða að víkja bæri skilmálunum til hliðar. Þá taldi nefndin að skilmálarnir um að vísa bæri frá tilboði hefði fyrirtæki sem tengdist stjórnendum og helstu eigendum bjóðenda orðið gjaldþrota síðastliðin fimm ár. Því felldi nefndin úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar um að velja tilboð GT verktaka og Borgarvirkis. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu nefndarinnar en Vísir hefur hann undir höndum. Þar sem útboðinu væri ekki lokið eftir að ákvörðunin var felld úr gildi taldi kærunefndin ekki tilefni til að fjalla um mögulega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar í málinu. Úrskurðaði hún að Vegagerðin skildi greiða málskostnað Þjótanda, alls 600.000 krónur.
Bláskógabyggð Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira