Samgöngur

Fréttamynd

Far­angur­s­kerra fauk á flug­vél Icelandair í hríðinni

Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Verk­takar sjá fram á met­ár í út­boðum

Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm­tán vagnar í tjóni í glerhálku í gær

Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. 

Innlent
Fréttamynd

Förum var­lega í um­ferðinni

Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Jarð­göng – og hvað svo?

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi klukkan 9 í dag þar sem fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur við Hvalfjarðarveg

Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka

Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 

Innlent
Fréttamynd

Kílómetragjald á lands­byggðina?

Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum.

Skoðun
Fréttamynd

Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarð­göng

Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi.

Fréttir
Fréttamynd

„Salan var al­gjör­lega háð því hvað Þór­ólfur sagði á fundum“

„Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kyrr­setja Boeing Max-flugvélar um allan heim

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd (FAA) hafa fyrirskipað kyrrsetningu 171 flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 9 eft­ir að farþegaflug­vél Alaska Air­lines þurfti að nauðlenda í gær þegar gluggi gaf sig og stórt gat myndaðist í farþegarýminu.

Erlent
Fréttamynd

„Hver ber á­byrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauða­gildra?“

Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku  hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega.  

Innlent
Fréttamynd

Hve­nær ætlum við að gera eitt­hvað fyrir einka­bílinn?

Fyrir ekki svo löngu var ég að spjalla við samstarfsfélaga minn sem hafði mikið að segja um aðförina að einkabílnum. Hún væri raunar svo slæm að hann hafði hreinlega gefist upp. Það var þrengt svo mjög að bílnum, að hann ákvað að losa sig við hann fyrir fullt og allt og taka upp bíllausan lífsstíl, eða því sem næst.

Skoðun