Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 22:01 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara. Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara.
Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira