Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2025 12:00 Horft til Þórshafnar af þjóðveginum sem liggur yfir Brekknaheiði. Vilhelm Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Þetta er síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum svokallaða. Þegar verkinu lýkur verður hægt að aka á samfelldu bundnu slitlagi hringleið sem markast af Húsavík, Ásbyrgi, Þórshöfn, Vopnafirði og Mývatnssveit. Holóttir malarkaflar ættu því ekki lengur að fæla ferðalanga á leið um hringveginn frá því að velja norðausturleiðina um Langanes í stað Möðrudalsöræfa. Með endurbyggingu vegarins um Brekknaheiði verður komið samfellt bundið slitlag milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Vegagerðin Vegarkaflinn sem byggja á upp er 7,6 kílómetra langur. Hann nær frá gatnamótum Langanesvegar við Þórshöfn og að Vatnadal á Brekknaheiði, ofan Gunnólfsvíkur í Finnafirði. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þriðjudaginn 4. mars næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu. Þetta er eitt af þeim verkum sem til stóð að bjóða út í fyrra en lentu þá í salti sökum þess að Vegagerðin og innviðaráðuneytið ráðstöfuðu miklum fjármunum í Hornafjarðarfljót án fjárheimilda Alþingis. Af þeim sökum treysti stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Loforð stjórnvalda um að ljúka þessari vegagerð eru þó mun eldri. Þannig rifjaði þáverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar, Jónas Egilsson, það upp í viðtali á Stöð 2 sumarið 2021 að því hafi verið lofað árið 2006 þegar byggðirnar Þórshöfn og Bakkafjörður sameinuðust í Langanesbyggð. Stór áfangi náðist árið 2021 þegar ríflega tuttugu kílómetrar slitlags bættust við, eins og fjallað var um hér: Með samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar 2019 markaði Alþingi loksins þá stefnu að Norðausturvegur skyldi kláraður. Þá var miðað við að verkinu skyldi ljúka árið 2025, eins og þáverandi sveitarstjóri, Elías Pétursson, gladdist yfir í þessari frétt: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vopnafjörður Norðurþing Ferðaþjónusta Ferðalög Tengdar fréttir Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þetta er síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum svokallaða. Þegar verkinu lýkur verður hægt að aka á samfelldu bundnu slitlagi hringleið sem markast af Húsavík, Ásbyrgi, Þórshöfn, Vopnafirði og Mývatnssveit. Holóttir malarkaflar ættu því ekki lengur að fæla ferðalanga á leið um hringveginn frá því að velja norðausturleiðina um Langanes í stað Möðrudalsöræfa. Með endurbyggingu vegarins um Brekknaheiði verður komið samfellt bundið slitlag milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Vegagerðin Vegarkaflinn sem byggja á upp er 7,6 kílómetra langur. Hann nær frá gatnamótum Langanesvegar við Þórshöfn og að Vatnadal á Brekknaheiði, ofan Gunnólfsvíkur í Finnafirði. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þriðjudaginn 4. mars næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu. Þetta er eitt af þeim verkum sem til stóð að bjóða út í fyrra en lentu þá í salti sökum þess að Vegagerðin og innviðaráðuneytið ráðstöfuðu miklum fjármunum í Hornafjarðarfljót án fjárheimilda Alþingis. Af þeim sökum treysti stjórnarmeirihlutinn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins sér ekki til að afgreiða samgönguáætlun síðastliðið vor. Malarvegur liggur núna yfir Brekknaheiði. Með lagningu bundins slitlags verður norðausturhringnum lokað.Einar Árnason Loforð stjórnvalda um að ljúka þessari vegagerð eru þó mun eldri. Þannig rifjaði þáverandi sveitarstjóri Langanesbyggðar, Jónas Egilsson, það upp í viðtali á Stöð 2 sumarið 2021 að því hafi verið lofað árið 2006 þegar byggðirnar Þórshöfn og Bakkafjörður sameinuðust í Langanesbyggð. Stór áfangi náðist árið 2021 þegar ríflega tuttugu kílómetrar slitlags bættust við, eins og fjallað var um hér: Með samgönguáætlun sem samþykkt var í febrúar 2019 markaði Alþingi loksins þá stefnu að Norðausturvegur skyldi kláraður. Þá var miðað við að verkinu skyldi ljúka árið 2025, eins og þáverandi sveitarstjóri, Elías Pétursson, gladdist yfir í þessari frétt:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Byggðamál Vopnafjörður Norðurþing Ferðaþjónusta Ferðalög Tengdar fréttir Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30