Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir og #2459 skrifa 25. febrúar 2025 14:46 Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Bifhjól Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun