Bandaríkin Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. Erlent 24.4.2023 21:22 Don Lemon rekinn frá CNN Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. Erlent 24.4.2023 18:41 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Lífið 24.4.2023 18:31 Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. Erlent 24.4.2023 16:00 Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. Erlent 24.4.2023 09:00 Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Viðskipti erlent 24.4.2023 06:39 Simone Biles og Jonathan Owens gengin í það heilaga Bandaríska fimleikagoðsögnin og heimsmeistarinn Simon Biles er gengin í það heilaga ásamt NFL leikmanninum Jonathan Owens. Lífið 23.4.2023 16:47 Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Erlent 23.4.2023 16:01 Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Viðskipti erlent 23.4.2023 15:02 Ætla að takmarka losun orkuvera í fyrsta skipti Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri. Erlent 23.4.2023 13:55 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. Erlent 23.4.2023 07:38 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 22.4.2023 13:15 Fjölskylda þeirrar látnu stefnir Baldwin Aðstandendur Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar Rust, ætla að stefna Alec Baldwin þrátt fyrir að saksóknarar hafi fellt niður ákæru á hendur honum vegna dauða hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir leikarann ekki geta komið sér undan ábyrgð. Erlent 22.4.2023 09:46 „Ég var stundum háskælandi að mála þessi verk“ „Ég dett bara í einhverja hugleiðslu og mála án þess að hugsa of mikið. Ég leyfi því að gerast sem vill gerast,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason. Lífið tók óvænta og kærkomna stefnu hjá honum eftir að hann fékk tækifæri hjá galleríi í Chicago en síðan þá hefur hann verið að gera öfluga hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur Helgason er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 22.4.2023 07:01 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. Erlent 21.4.2023 23:22 Tvær klappstýrur skotnar eftir að hafa sest upp í vitlausan bíl Tvær klappstýrur voru skotnar af manni eftir að önnur þeirra settist óvart upp í bílinn hans. Var hann handtekinn og hefur verið kærður af lögreglu. Erlent 21.4.2023 08:37 Biden sagður munu tilkynna um framboð sitt á þriðjudag Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður stefna á að tilkynna það á þriðjudag að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fjögur ár verða þá liðinn frá því að hann tilkynnti um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2020. Erlent 21.4.2023 07:16 Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Erlent 20.4.2023 20:30 Sakaður um að hafa skotið sex ára stúlku út af körfubolta Lögreglan í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum leitar nú að manni sem grunaður er um að hafa skotið sex ára stúlku eftir að körfubolti hennar rúllaði yfir í garð hans. Hann er sagður hafa farið inn í hús sitt, sótt byssu og skotið stúlkuna og föður hennar. Nágranni segir málið skelfilegt. Erlent 20.4.2023 18:37 Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður Leikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður að eigin sögn. Möguleiki er á að leikararnir eigi sama föður. Harrelson hefur nefnt að hann vilji fara í DNA-próf en málið er ögn flóknara fyrir McConaughey. Lífið 20.4.2023 12:36 Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. Erlent 20.4.2023 11:09 21 ár í fangelsi fyrir að gefa tvífara sínum eitraða ostaköku Viktoria Nasyrova, 47 ára gömul rússnesk kona, hefur verið dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að eitra fyrir tvífara sínum í ágúst árið 2016. Gaf hún henni eitraða ostaköku en tvífarinn, sem einnig er rússnesk kona, lifði atvikið af. Erlent 20.4.2023 10:08 Leyniþjónustan gómaði barn Barn náði að troða sér í gegnum girðinguna hjá Hvíta húsinu, bústað forseta Bandaríkjanna, í gær. Viðvörunarkerfi leyniþjónustu Bandaríkjanna fór við það í gang. Fulltrúum hennar tókst að hafa uppi á barninu og koma því aftur til foreldra sinna. Erlent 19.4.2023 14:26 Bílastæðahús á Manhattan hrundi Bílastæðahús hrundi á Manhattan í New York-borg í gær. Einn lést og fimm slösuðust er bílar á efstu hæð hússins hrundu niður. Ekki er talið að neinn sé enn grafinn í rústunum. Erlent 19.4.2023 08:28 Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkniefnum Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni. Tónlist 19.4.2023 07:46 Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Erlent 18.4.2023 20:22 Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Innlent 18.4.2023 19:30 Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. Erlent 18.4.2023 15:43 Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Innlent 18.4.2023 11:09 Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Erlent 18.4.2023 08:35 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 334 ›
Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. Erlent 24.4.2023 21:22
Don Lemon rekinn frá CNN Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. Erlent 24.4.2023 18:41
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Lífið 24.4.2023 18:31
Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. Erlent 24.4.2023 16:00
Eldur kviknaði í dreka sem Mikki mús átti að sigra Eldur kviknaði í véldrekanum Meinhyrnu í Disneyland í Kaliforníu á laugardagskvöld. Kviknaði eldurinn í miðju atriði í skemmtigarðinum en venjan er sú að Mikki mús sigri drekann. Eldurinn var þó fyrri til í þetta skiptið. Erlent 24.4.2023 09:00
Bed Bath & Beyond gjaldþrota Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Viðskipti erlent 24.4.2023 06:39
Simone Biles og Jonathan Owens gengin í það heilaga Bandaríska fimleikagoðsögnin og heimsmeistarinn Simon Biles er gengin í það heilaga ásamt NFL leikmanninum Jonathan Owens. Lífið 23.4.2023 16:47
Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Erlent 23.4.2023 16:01
Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Viðskipti erlent 23.4.2023 15:02
Ætla að takmarka losun orkuvera í fyrsta skipti Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri. Erlent 23.4.2023 13:55
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. Erlent 23.4.2023 07:38
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Erlent 22.4.2023 13:15
Fjölskylda þeirrar látnu stefnir Baldwin Aðstandendur Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar Rust, ætla að stefna Alec Baldwin þrátt fyrir að saksóknarar hafi fellt niður ákæru á hendur honum vegna dauða hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir leikarann ekki geta komið sér undan ábyrgð. Erlent 22.4.2023 09:46
„Ég var stundum háskælandi að mála þessi verk“ „Ég dett bara í einhverja hugleiðslu og mála án þess að hugsa of mikið. Ég leyfi því að gerast sem vill gerast,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason. Lífið tók óvænta og kærkomna stefnu hjá honum eftir að hann fékk tækifæri hjá galleríi í Chicago en síðan þá hefur hann verið að gera öfluga hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur Helgason er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 22.4.2023 07:01
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. Erlent 21.4.2023 23:22
Tvær klappstýrur skotnar eftir að hafa sest upp í vitlausan bíl Tvær klappstýrur voru skotnar af manni eftir að önnur þeirra settist óvart upp í bílinn hans. Var hann handtekinn og hefur verið kærður af lögreglu. Erlent 21.4.2023 08:37
Biden sagður munu tilkynna um framboð sitt á þriðjudag Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður stefna á að tilkynna það á þriðjudag að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fjögur ár verða þá liðinn frá því að hann tilkynnti um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2020. Erlent 21.4.2023 07:16
Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Erlent 20.4.2023 20:30
Sakaður um að hafa skotið sex ára stúlku út af körfubolta Lögreglan í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum leitar nú að manni sem grunaður er um að hafa skotið sex ára stúlku eftir að körfubolti hennar rúllaði yfir í garð hans. Hann er sagður hafa farið inn í hús sitt, sótt byssu og skotið stúlkuna og föður hennar. Nágranni segir málið skelfilegt. Erlent 20.4.2023 18:37
Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður Leikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður að eigin sögn. Möguleiki er á að leikararnir eigi sama föður. Harrelson hefur nefnt að hann vilji fara í DNA-próf en málið er ögn flóknara fyrir McConaughey. Lífið 20.4.2023 12:36
Sprengdu Starship eftir bilun í aðskilnaðarbúnaði Fyrirtækið SpaceX mun reyna aftur í dag að koma stærstu eldflaug sögunnar út í geim. Stefnt er að því að skjóta flauginni klukkan hálf tvö í dag. Erlent 20.4.2023 11:09
21 ár í fangelsi fyrir að gefa tvífara sínum eitraða ostaköku Viktoria Nasyrova, 47 ára gömul rússnesk kona, hefur verið dæmd í 21 árs fangelsi fyrir að eitra fyrir tvífara sínum í ágúst árið 2016. Gaf hún henni eitraða ostaköku en tvífarinn, sem einnig er rússnesk kona, lifði atvikið af. Erlent 20.4.2023 10:08
Leyniþjónustan gómaði barn Barn náði að troða sér í gegnum girðinguna hjá Hvíta húsinu, bústað forseta Bandaríkjanna, í gær. Viðvörunarkerfi leyniþjónustu Bandaríkjanna fór við það í gang. Fulltrúum hennar tókst að hafa uppi á barninu og koma því aftur til foreldra sinna. Erlent 19.4.2023 14:26
Bílastæðahús á Manhattan hrundi Bílastæðahús hrundi á Manhattan í New York-borg í gær. Einn lést og fimm slösuðust er bílar á efstu hæð hússins hrundu niður. Ekki er talið að neinn sé enn grafinn í rústunum. Erlent 19.4.2023 08:28
Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkniefnum Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni. Tónlist 19.4.2023 07:46
Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Erlent 18.4.2023 20:22
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Innlent 18.4.2023 19:30
Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. Erlent 18.4.2023 15:43
Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Innlent 18.4.2023 11:09
Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Erlent 18.4.2023 08:35