Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2024 07:52 Albert segir Trump vel vita hvað hann er að gera. „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“ Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“