Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2024 07:52 Albert segir Trump vel vita hvað hann er að gera. „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“ Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira