Stórsigur beggja innan skekkjumarka Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 14:15 Donald Trump og Kamala Harris. AP Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. Trúverðugari kannanir benda til jafnar baráttu og að fjölmargar sviðsmyndir séu í kortunum. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafa þó nokkrar kannanir litið dagsins ljós sem gefa til kynna að Trump eigi greiða leið að sigri næsta þriðjudag. Það er þrátt fyrir að lang flestar kannanir sem framkvæmdar eru vestanhafs sýna kosningabaráttuna hnífjafna. Í greiningu New York Times segir að þessar kannanir eigi það allar sameiginlegt að hafa verið framkvæmdar af íhaldssömum aðilum. Þó þær hafi lítil áhrif haft á spálíkön sérfræðinga eru ýmsir sem telja þessar kannanir, og annarskonar væringar á veðmálamörkuðum í Bandaríkjunum, þjóna öðrum tilgangi. Sá tilgangur gæti verið að veita Trump sjálfum skotfæri til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðna kosninganna og halda því fram, aftur, að kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Trump er þegar byrjaður að halda því fram að verið sé að svindla gegn honum í kosningunum. Það gerði hann einnig bæði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann, og fyrir og eftir kosningarnar 2020, sem hann tapaði. Trump birti þessa færslu á samfélagsmiðli sínum í gær. Úr fimmtán í 37 Í greiningu NYT segir að undir lok kosningabaráttunnar 2020 hafi aðilar tengdir Repúblikanaflokknum birt fimmtán kannanir í svokölluðum sveifluríkjum. Á sama tímabili þessarar baráttu eru kannanirnar 37. Trump leiddi baráttuna í þrjátíu þeirra. Á sama tíma hefur dregið töluvert úr fjölda hlutlausra kannana, eins og þeirra sem framkvæmdar eru af stórum fjölmiðlum. Af sem hafa verið birtar hefur um helmingur þeirra gefið til kynna að Trump eigi von á sigri. Svipaða sögu er að segja af veðmálamörkuðum eins og Polymarket og Kalshi þar sem líkur Trumps á sigri hafa hækkað verulega umfram kannanir. Útlit er fyrir að þessar hækkanir megi rekja til tiltölulega fárra en hárra veðmála á sigur Trumps. Verður sífellt jafnara Samkvæmt spálíkani New York Times, sem byggir á meðaltali fjölmargra kannana, er fylgi Harris á landsvísu 49 prósent og fylgi Trumps 48 prósent. Vegna kjörmannakerfis Bandaríkjanna eru að þessu sinni sjö ríki sem skipta mestu máli. Sjá einnig: Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður-Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þau Harris og Trump mælast jöfn í Nevada og Wisconsin. Harris er minna en einu prósentustigi yfir Trump í Michigan og mælist Trump með forskot í hinum fjórum ríkjunum. Þriggja prósentustiga forskot í Arizona, tveggja prósentustiga forskot í Georgíu og um eins prósentustiga forskot í Norður-Karólínu og í Pennsylvaníu. Allt er þetta innan skekkjumarka. Bæði gætu unnið stórsigur Í grein sem birt var á vef tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight í gær segir að þó kannanir sýni að mestu að lítill munur sé á fylgi Harris og Trumps, sé ljóst að úrslitin geti orðið margskonar. Fjölmargar sviðsmyndir séu innan skekkjumarka kannana. Þar kemur fram að í kosningunum 2020 hafi fylgi Joes Biden ofmetið í könnunum og árið 2016 hafi fylgi Trumps verið vanmetið. (Fyrst stóð ofmetið hér. Það var rangt.) Munurinn á fylgi þeirra Harris og Trumps var í gær, samkvæmt líkani FiveThirtyEight, innan fjögurra prósentustiga í sjö ríkjum. Það feli til dæmis í sér að hafi fylgi Harris verið ofmetið eins og fylgi Bidens var ofmetið 2020, muni Trump sigra öll þau ríki og þannig tryggja sér 312 kjörmenn. Fylgi Repúblikana hefur einnig verið ofmetið í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hafi fylgi Trumps verið ofmetið að þessu sinni, er útlit fyrir að Harris myndir vinna öll þessi sjö ríki og tryggja sér 319 kjörmenn. 270 kjörmenn þarf til að tryggja sér sigur. Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Fleiri fréttir Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Sjá meira
Trúverðugari kannanir benda til jafnar baráttu og að fjölmargar sviðsmyndir séu í kortunum. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafa þó nokkrar kannanir litið dagsins ljós sem gefa til kynna að Trump eigi greiða leið að sigri næsta þriðjudag. Það er þrátt fyrir að lang flestar kannanir sem framkvæmdar eru vestanhafs sýna kosningabaráttuna hnífjafna. Í greiningu New York Times segir að þessar kannanir eigi það allar sameiginlegt að hafa verið framkvæmdar af íhaldssömum aðilum. Þó þær hafi lítil áhrif haft á spálíkön sérfræðinga eru ýmsir sem telja þessar kannanir, og annarskonar væringar á veðmálamörkuðum í Bandaríkjunum, þjóna öðrum tilgangi. Sá tilgangur gæti verið að veita Trump sjálfum skotfæri til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðna kosninganna og halda því fram, aftur, að kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Trump er þegar byrjaður að halda því fram að verið sé að svindla gegn honum í kosningunum. Það gerði hann einnig bæði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann, og fyrir og eftir kosningarnar 2020, sem hann tapaði. Trump birti þessa færslu á samfélagsmiðli sínum í gær. Úr fimmtán í 37 Í greiningu NYT segir að undir lok kosningabaráttunnar 2020 hafi aðilar tengdir Repúblikanaflokknum birt fimmtán kannanir í svokölluðum sveifluríkjum. Á sama tímabili þessarar baráttu eru kannanirnar 37. Trump leiddi baráttuna í þrjátíu þeirra. Á sama tíma hefur dregið töluvert úr fjölda hlutlausra kannana, eins og þeirra sem framkvæmdar eru af stórum fjölmiðlum. Af sem hafa verið birtar hefur um helmingur þeirra gefið til kynna að Trump eigi von á sigri. Svipaða sögu er að segja af veðmálamörkuðum eins og Polymarket og Kalshi þar sem líkur Trumps á sigri hafa hækkað verulega umfram kannanir. Útlit er fyrir að þessar hækkanir megi rekja til tiltölulega fárra en hárra veðmála á sigur Trumps. Verður sífellt jafnara Samkvæmt spálíkani New York Times, sem byggir á meðaltali fjölmargra kannana, er fylgi Harris á landsvísu 49 prósent og fylgi Trumps 48 prósent. Vegna kjörmannakerfis Bandaríkjanna eru að þessu sinni sjö ríki sem skipta mestu máli. Sjá einnig: Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður-Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Þau Harris og Trump mælast jöfn í Nevada og Wisconsin. Harris er minna en einu prósentustigi yfir Trump í Michigan og mælist Trump með forskot í hinum fjórum ríkjunum. Þriggja prósentustiga forskot í Arizona, tveggja prósentustiga forskot í Georgíu og um eins prósentustiga forskot í Norður-Karólínu og í Pennsylvaníu. Allt er þetta innan skekkjumarka. Bæði gætu unnið stórsigur Í grein sem birt var á vef tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight í gær segir að þó kannanir sýni að mestu að lítill munur sé á fylgi Harris og Trumps, sé ljóst að úrslitin geti orðið margskonar. Fjölmargar sviðsmyndir séu innan skekkjumarka kannana. Þar kemur fram að í kosningunum 2020 hafi fylgi Joes Biden ofmetið í könnunum og árið 2016 hafi fylgi Trumps verið vanmetið. (Fyrst stóð ofmetið hér. Það var rangt.) Munurinn á fylgi þeirra Harris og Trumps var í gær, samkvæmt líkani FiveThirtyEight, innan fjögurra prósentustiga í sjö ríkjum. Það feli til dæmis í sér að hafi fylgi Harris verið ofmetið eins og fylgi Bidens var ofmetið 2020, muni Trump sigra öll þau ríki og þannig tryggja sér 312 kjörmenn. Fylgi Repúblikana hefur einnig verið ofmetið í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hafi fylgi Trumps verið ofmetið að þessu sinni, er útlit fyrir að Harris myndir vinna öll þessi sjö ríki og tryggja sér 319 kjörmenn. 270 kjörmenn þarf til að tryggja sér sigur.
Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15 Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15 Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Fleiri fréttir Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Sjá meira
Trump lék ruslakarl í Wisconsin Bandarísku forsetaframbjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump voru bæði stödd í Wisconsin ríki í gærkvöldi þar sem þau komu fram á fjöldafundum. 31. október 2024 07:15
Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. 28. október 2024 07:15
Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. 26. október 2024 13:01
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent