Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2024 10:59 Howard Lutnick, sem leiðir stjórnarmyndunarteymi Donalds Trumps, stendur hér við hlið forsetaframbjóðandans. AP/Evan Vucci Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. Howard Lutnick er maðurinn sem leiðir áðurnefnt stjórnarskiptateymi en hann sagði í viðtali við CNN að eftir að hafa rætt við Kennedy í um tvo og hálfan tíma í vikunni um bóluefni. Í viðtalinu ýtti hann meðal annars undir þá fölsku samsæriskenningu að bóluefni valdi einhverfu í börnum. Ekki er vitað hvað veldur einhverfu en vísindamenn eru sammála um að bóluefni geri það ekki. Samsæriskenningar þar að lútandi má að miklu leyti rekja til rannsóknar frá 1998, sem var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og síðar dregin til baka. Lutnick gaf til kynna að Kennedy hefði sagt að skaðsemi bóluefna mætti rekja til laga frá 1986 sem hann sagði skýla framleiðendum bóluefna frá skaðabótaskyldu. Eins og fram kemur í frétt New York Times snúa lögin að stofnun verkferla til að bæta fólki fyrir mögulegan skaða vegna bólusetningar. Slíkt er gífurlega sjaldgæft en forsvarsmenn lyfjafyrirtækja voru að hætta framleiðslu bóluefna vegna innihaldslausra lögsókna. Umrædd lög breyttu með engum hætti ferlinu varðandi framleiðslu bóluefna og eftirlit með öryggi þeirra. Í viðtalinu sagði Lutnick við Kaitlan Collins frá CNN: „Af hverju telur þú bóluefni örugg? Það er engin vöruábyrgð lengur.“ Þá gaf hann einnig til kynna að börn fengu of mikið af bóluefnum Trump transition co-chair Howard Lutnick — in charge of helping staff the gov if he wins — says he had a 2.5 hour meeting with RFK Jr. who talked about pulling (safe and proven) vaccines from the market. Lutnick says RFK will not be in charge of HHS, despite what RFK said. pic.twitter.com/K6wFo6EwqP— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) October 31, 2024 Þá sagði Lutnick að Kennedy fengi ekki stjórn á stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, eins og Kennedy sjálfur hefur gefið til kynna, en hann fengi aðgang að umtalsverðum gögnum úr heilbrigðiskerfinu. „Ég held það verði frekar töff að gefa honum gögnin. Sjáum hvað hann fær út úr þeim,“ sagði Lutnick. Í viðtalinu á CNN sagði Lutnick einnig að auðjöfurinn Elon Musk yrði ekki í ríkisstjórn Trumps. Það væri vegna þess að hann gæti ekki selt fyrirtæki sín Tesla og SpaceX, en þess í stað yrði hann nátengdur ríkisstjórninni og myndi skrifa hugbúnað fyrir Hvíta húsið. Sjá einnig: Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Eftir að viðtalið var birt stóð Lutnick frammi fyrir töluverðri gagnrýni. Birti hann þá yfirlýsingu á X þar sem hann sagði að hann og eiginkona hans treystu læknum þeirra og hefðu bólusett sig sjálf og börn þeirra. Hins vegar treystu ekki allir lyfjaeftirlitinu og það væri öllum greiði gerður ef Kennedy fengi aðgang að áðurnefndum gögnum. To be clear, my wife and I trust our doctors and following their advice have vaccinated our children and ourselves. However, not everybody trusts such advice or the FDA. We would be doing everyone a service if the government respected Bobby Kennedy’s request to make the full data…— Howard Lutnick (@howardlutnick) October 31, 2024 Eitt af verkefnum Lutnicks við myndun mögulegrar ríkisstjórnar Trumps er að finna fólk til að vinna í henni. Hann ræðir við Trump á hverjum degi og hefur mikil áhrif við myndun ríkisstjórnar. Kennedy, sem bauð sig sjálfur upprunalega fram til forseta Bandaríkjanna en hætti við og lýsti yfir stuðningi við Trump, sagði nýlega að Trump hefði lofað honum að hann fengi umfangsmikla stjórn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hann fengi einnig stjórn á sóttvarnarstofnun ríkisins og Matvæla og lyfjaeftirlitinu, svo eitthvað sé nefnt. Framboð Trumps sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að þetta væri ekki rétt. JD Vance, varaforsetaefni Trumps, sagði í hlaðvarpi hjá Joe Rogan á dögunum að hann væri einnig orðinn efasemdamaður um bóluefni. Ástæðuna sagði hann vera að hann hefði orðið lasinn eftir að hann fékk bóluefni gegn Covid, sem er eðlilegt. Casey Means, læknir sem þykir líklegur til að leiða Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna í ríkisstjórn Trumps, hefur einnig lýst yfir andstöðu við áðurnefnd lög frá 1986. Notuðu mynd af barni Kennedy hefur um árabil ýtt undir hræðslu fólks og vantraust á bóluefnum. Hann hefur meðal annars talað um bóluefni gegn Covid sem „glæp gegn mannkyninu“ og hefur lýst bóluefnum almennt sem „helför“. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sagt að þessi viðleitni hans hafi skaðað fólk víðsvegar um heiminn. AP fréttaveitan sagði í fyrra frá sögu hins tólf ára Braden Fahey, sem lést á æfingu í amersíkum fótbolta árið 2022. Nokkrum mánuðum síðar var mynd hans á kápu bókarinnar „Cause unknown“ eða „Af ókunnum orsökum“. Bókin fjallar meðal annars um það að bóluefnin gegn Covid eigi að hafa valdið fjölda dauðsfalla meðal ungs heilbrigðs fólks, sem ekkert bendir til að sé rétt. Hún er gefin út af hópi fólks sem er andvígt bóluefnum en hópur þessi er leiddur af Robert F. Kennedy yngri og skrifaði hann formála bókarinnar. Foreldrar Faheys skildu þó ekki hvernig mynd af syni þeirra endaði á kápu bókarinnar. Bæði hafði enginn af þeim sem gáfu bókina út samband við þau og þar að auki hafði Braden aldrei fengið bóluefni gegn Covid. Hann hafði dáið vegna galla í æð í heila hans. Enginn svaraði ítrekuðum tilraunum foreldranna til að hafa samban við höfund eða útgáfendur bókarinnar. Það var ekki fyrr en eftir að blaðamenn AP töluðu við útgefendur bókarinnar að þeir vildu tala við foreldrana. Við greiningu blaðamanna kom í ljós að fjölmargir þeirra sem sagðir eru í bókinni hafa dáið vegna bóluefna gegn Covid, létust vegna allt annarra ástæðna. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. 30. október 2024 08:58 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Howard Lutnick er maðurinn sem leiðir áðurnefnt stjórnarskiptateymi en hann sagði í viðtali við CNN að eftir að hafa rætt við Kennedy í um tvo og hálfan tíma í vikunni um bóluefni. Í viðtalinu ýtti hann meðal annars undir þá fölsku samsæriskenningu að bóluefni valdi einhverfu í börnum. Ekki er vitað hvað veldur einhverfu en vísindamenn eru sammála um að bóluefni geri það ekki. Samsæriskenningar þar að lútandi má að miklu leyti rekja til rannsóknar frá 1998, sem var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og síðar dregin til baka. Lutnick gaf til kynna að Kennedy hefði sagt að skaðsemi bóluefna mætti rekja til laga frá 1986 sem hann sagði skýla framleiðendum bóluefna frá skaðabótaskyldu. Eins og fram kemur í frétt New York Times snúa lögin að stofnun verkferla til að bæta fólki fyrir mögulegan skaða vegna bólusetningar. Slíkt er gífurlega sjaldgæft en forsvarsmenn lyfjafyrirtækja voru að hætta framleiðslu bóluefna vegna innihaldslausra lögsókna. Umrædd lög breyttu með engum hætti ferlinu varðandi framleiðslu bóluefna og eftirlit með öryggi þeirra. Í viðtalinu sagði Lutnick við Kaitlan Collins frá CNN: „Af hverju telur þú bóluefni örugg? Það er engin vöruábyrgð lengur.“ Þá gaf hann einnig til kynna að börn fengu of mikið af bóluefnum Trump transition co-chair Howard Lutnick — in charge of helping staff the gov if he wins — says he had a 2.5 hour meeting with RFK Jr. who talked about pulling (safe and proven) vaccines from the market. Lutnick says RFK will not be in charge of HHS, despite what RFK said. pic.twitter.com/K6wFo6EwqP— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) October 31, 2024 Þá sagði Lutnick að Kennedy fengi ekki stjórn á stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, eins og Kennedy sjálfur hefur gefið til kynna, en hann fengi aðgang að umtalsverðum gögnum úr heilbrigðiskerfinu. „Ég held það verði frekar töff að gefa honum gögnin. Sjáum hvað hann fær út úr þeim,“ sagði Lutnick. Í viðtalinu á CNN sagði Lutnick einnig að auðjöfurinn Elon Musk yrði ekki í ríkisstjórn Trumps. Það væri vegna þess að hann gæti ekki selt fyrirtæki sín Tesla og SpaceX, en þess í stað yrði hann nátengdur ríkisstjórninni og myndi skrifa hugbúnað fyrir Hvíta húsið. Sjá einnig: Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Eftir að viðtalið var birt stóð Lutnick frammi fyrir töluverðri gagnrýni. Birti hann þá yfirlýsingu á X þar sem hann sagði að hann og eiginkona hans treystu læknum þeirra og hefðu bólusett sig sjálf og börn þeirra. Hins vegar treystu ekki allir lyfjaeftirlitinu og það væri öllum greiði gerður ef Kennedy fengi aðgang að áðurnefndum gögnum. To be clear, my wife and I trust our doctors and following their advice have vaccinated our children and ourselves. However, not everybody trusts such advice or the FDA. We would be doing everyone a service if the government respected Bobby Kennedy’s request to make the full data…— Howard Lutnick (@howardlutnick) October 31, 2024 Eitt af verkefnum Lutnicks við myndun mögulegrar ríkisstjórnar Trumps er að finna fólk til að vinna í henni. Hann ræðir við Trump á hverjum degi og hefur mikil áhrif við myndun ríkisstjórnar. Kennedy, sem bauð sig sjálfur upprunalega fram til forseta Bandaríkjanna en hætti við og lýsti yfir stuðningi við Trump, sagði nýlega að Trump hefði lofað honum að hann fengi umfangsmikla stjórn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hann fengi einnig stjórn á sóttvarnarstofnun ríkisins og Matvæla og lyfjaeftirlitinu, svo eitthvað sé nefnt. Framboð Trumps sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að þetta væri ekki rétt. JD Vance, varaforsetaefni Trumps, sagði í hlaðvarpi hjá Joe Rogan á dögunum að hann væri einnig orðinn efasemdamaður um bóluefni. Ástæðuna sagði hann vera að hann hefði orðið lasinn eftir að hann fékk bóluefni gegn Covid, sem er eðlilegt. Casey Means, læknir sem þykir líklegur til að leiða Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna í ríkisstjórn Trumps, hefur einnig lýst yfir andstöðu við áðurnefnd lög frá 1986. Notuðu mynd af barni Kennedy hefur um árabil ýtt undir hræðslu fólks og vantraust á bóluefnum. Hann hefur meðal annars talað um bóluefni gegn Covid sem „glæp gegn mannkyninu“ og hefur lýst bóluefnum almennt sem „helför“. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sagt að þessi viðleitni hans hafi skaðað fólk víðsvegar um heiminn. AP fréttaveitan sagði í fyrra frá sögu hins tólf ára Braden Fahey, sem lést á æfingu í amersíkum fótbolta árið 2022. Nokkrum mánuðum síðar var mynd hans á kápu bókarinnar „Cause unknown“ eða „Af ókunnum orsökum“. Bókin fjallar meðal annars um það að bóluefnin gegn Covid eigi að hafa valdið fjölda dauðsfalla meðal ungs heilbrigðs fólks, sem ekkert bendir til að sé rétt. Hún er gefin út af hópi fólks sem er andvígt bóluefnum en hópur þessi er leiddur af Robert F. Kennedy yngri og skrifaði hann formála bókarinnar. Foreldrar Faheys skildu þó ekki hvernig mynd af syni þeirra endaði á kápu bókarinnar. Bæði hafði enginn af þeim sem gáfu bókina út samband við þau og þar að auki hafði Braden aldrei fengið bóluefni gegn Covid. Hann hafði dáið vegna galla í æð í heila hans. Enginn svaraði ítrekuðum tilraunum foreldranna til að hafa samban við höfund eða útgáfendur bókarinnar. Það var ekki fyrr en eftir að blaðamenn AP töluðu við útgefendur bókarinnar að þeir vildu tala við foreldrana. Við greiningu blaðamanna kom í ljós að fjölmargir þeirra sem sagðir eru í bókinni hafa dáið vegna bóluefna gegn Covid, létust vegna allt annarra ástæðna.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. 30. október 2024 08:58 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15
Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. 30. október 2024 08:58