Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 13:24 Jeff Bezos, einn auðugasti maður heims og eigandi Washington Post. Getty/David Ryder Forsvarsmenn bandaríska miðilsins Washington Post tilkynntu í gær að miðillinn myndi ekki lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðenda og er það í fyrsta sinn í 36 ár. Auðjöfurinn Jeff Bezos, einn ríkustu manna heims og eigandi miðilsins, er sagður hafa bannað ritstjórn WP að lýsa yfir stuðningi við Kamölu Harris, eins og til stóð. Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Will Lewis, nýr yfirmaður Wasington Post, sendi starfsmönnum tilkynningu og í grein sem birt var í gær þar sem hann sagði þetta viðsnúning til róta miðilsins en WP hafði lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda frá árinu 1976. Það var eftir Watergate-hneykslið og lýsti ritstjórnin þá yfir stuðningi við Jimmy Carter. Í frétt New York Times segir að vangaveltur um stöðuna varðandi stuðningsyfirlýsingu frá Washington Post hafi verið á kreiki um nokkurra daga skeið. Sagt er frá því að Lewis og aðrir leiðtogar miðilsins hafi beðið Bezos um að binda ekki enda á þessa hefð en það hafi ekki skilað árangri. Að minnsta kosti einn yfirmaður hjá skoðanadeild Washington Post hefur sagt upp í kjölfarið. Semafor hefur eftir öðrum starfsmanni að fleiri uppsagnir séu mögulegar. Fólk væri hneykslað og reitt. „Ef þú hefur ekki kjark til að eiga dagblað, ekki kaupa það.“ Í grein NYT segir einnig að algengt sé vestanhafs að eigendur fjölmiðla komi að ákvörðun um það að lýsa yfir stuðningi við tiltekna frambjóðendur. Vill ná til íhaldssamra Bezos hefur reynt að ná meira til íhaldssamra Bandaríkjamanna að undanförnu og var ráðning Lewis, sem vann áður hjá Wall Street Journal, liður í því. Bezos er sagður hafa beðið sérstaklega um greinar frá fleiri íhaldssömum aðilum í skoðunarhluta Washington Post. Washington Post Guild, félag starfsmanna miðilsins, sendi út yfirlýsingu um að starfsmenn hefðu áhyggju af afskiptum yfirmanna fyrirtækisins af blaðamennsku en búið var að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Harris, sem ekki mátti birta. Í yfirlýsingunni segir að áskrifendur hafi strax í gær byrjað að segja upp áskriftum sínum að miðlinum. We know today’s news is troubling and some of you want to cancel your subscriptions. Please remember the hardworking employees of The Washington Post - our Guild members - had nothing to do with this decision. We are the ones who make The Post and we hope you stick with us.— Washington Post Guild (@PostGuild) October 25, 2024 NPR segir að fjórum klukkustundum eftir að grein Lewis var birt, hafi sextán hundruð sagt upp áskrift. Hefur hótað að refsa fjölmiðlum Svipaða sögu er að segja af Los Angeles Times en Patrick Soon-Shiong, eigandi þess miðils, bannaði blaðamönnum og ritstjórum skoðanahluta miðilsins að lýsa yfir stuðningi við Harris. Það leiddi til uppsagna hjá miðlinum. Bæði Soon-Shiong og Bezos standa ekki eingöngu í rekstri fjölmiðla. Þeir eiga önnur fyrirtæki sem eiga jafnvel í viðskiptum við hið opinbera í Bandaríkjunum og eru háð leyfisveitingum ríkisins. Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum að refsa fjölmiðlum sem þóknast honum ekki, vinni hann kosningarnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent