Bandaríkin

Fréttamynd

Kveikti í sér til að mót­mæla of­ríki kvik­myndarisa

Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir.

Erlent
Fréttamynd

Segist við góða heilsu

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott.

Erlent
Fréttamynd

Týnd í fjögur ár en er nú fundin

Stúlka sem týndist þegar hún var fjórtán ára gömul fyrir um fjórum árum síðan er nú fundin. Stúlkan sem um ræðir gekk inn á lögreglustöð og óskaði eftir því að vera fjarlægð af listanum yfir týnt fólk.

Erlent
Fréttamynd

Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind

Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enda einangrun með heimsókn frá Rússlandi og Kína

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa boðið sendinefndum frá Rússlandi og Kína til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að á morgun verða sjötíu ár liðin frá því skrifað var undir vopnahlé í Kóreustríðinu. Einræðisríkið hefur verið mjög einangrað á undanförnum árum vegna faraldurs Covid.

Erlent
Fréttamynd

Rússar skemmdu bandarískan dróna með blysum

Rússneskir flugmenn tveggja orrustuþota eru sagðir hafa skemmt bandarískan dróna yfir Sýrlandi með því að varpa blysum á hann. Atvikið átti sér stað þann 6. júlí en flugher Bandaríkjanna birti myndband af því í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fang­els­i fyr­ir bar­smíð­ar með fán­a­stöng

Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni.

Erlent
Fréttamynd

Tekur út refsinguna með sam­fé­lags­þjónustu

Grínistinn Pete Davidson klessti bíl á heimili í Beverly Hills í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Davidson var ákærður fyrir vítaverðan akstur en fær að taka út refsinguna með samfélagsþjónustu.

Lífið
Fréttamynd

Viðræður við Norður-Kóreu hafnar

Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sem stýra einu landamærastöð Norður- og Suður-Kóreu segjast í samskiptum við yfirvöld í norðri vegna bandarísks hermanns sem hljóp yfir landamærin í síðustu viku. Hingað til höfðu ráðamenn í Pyongyang neitað að taka upp tólið.

Erlent
Fréttamynd

Kona drepin af birni

Grábjörn virðist hafa banað konu í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum um helgina. Lík konunnar fannst á laugardaginn, nærri vinsælli gönguleið en atvikið er enn til rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill skipta fuglinum út fyrir X

Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segist hafa farið til hel­vítis og heim aftur

Jamie Foxx hefur í fyrsta sinn tjáð sig um heilsu­fars­vanda­mál sem hafa verið að pliga hann. Leikarinn dvaldist á spítala í apríl í At­lanta borg í Banda­ríkjunum en ekki hefur komið fram um hvaða veikindi var að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Greiðir átta milljarða til að komast hjá rann­sókn vegna Ep­stein

Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán ára bjargaði sér frá mann­ræningja

Þrettán ára gamalli stúlku sem rænt var af 61 árs gömlum manni í Kali­forníu í Banda­ríkjunum bjargaði sér með því að skrifa skila­boð á miða og koma þeim á­leiðis til veg­far­enda þar sem hún var læst inni í bíl.

Erlent
Fréttamynd

Ís­­lendingur ferðast um Banda­­ríkin með Metalli­­ca og Pan­tera

Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. 

Lífið
Fréttamynd

Virða að vettugi allar til­raunir til sam­skipta

Norður-kóresk yfir­völd hafa virt að vettugi allar til­raunir þeirra banda­rísku til þess að eiga í sam­skiptum vegna banda­ríska her­mannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreu­skaga er gríðar­leg og sam­skiptin lítil sem engin.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa leyst ára­tuga gamalt morð­mál

Rúmlega fjórir áratugir eru síðan Laura Kempton var myrt þegar hún var einungis 23 ára gömul. Málið hefur verið óleyst síðan þá en nú telja yfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum sig vita hver það var sem myrti Kempton.

Erlent
Fréttamynd

Fær rúmar hundrað milljónir í skaða­bætur frá McDonald's

McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana.

Erlent