Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 08:50 Vígamenn Íslamska ríkisins í Írak á árum áður. AFP/Al-Furqan Media Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku. Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku.
Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira