Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 08:02 Aðeins fáir stórir framleiðendur í Bandaríkjunum sjá sér hag í ofurtollunum sem Trump hefur hótað. Getty/Justin Sullivan Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu. Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð. Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð.
Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira