Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 11:55 Aðgerðasinnar mótmæla lögunum í október síðastliðnum. Getty/Corbis/Simona Granati Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun. Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið. Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið.
Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira