Erlent

Geim­fararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Leiðangur Williams og Wilmore reyndist töluvert lengri en til stóð.
Leiðangur Williams og Wilmore reyndist töluvert lengri en til stóð. AP/NASA

Geimfararnir Sunita Williams og Barry „Butch“ Wilmore eru loksins á leið heim eftir að hafa verið föst um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í níu mánuði.

Williams og Wilmore hafa verið um borð í ISS frá því í júní í fyrra en ferð þeirra átti upphaflega að taka rúma viku. Tilgangur ferðarinnar var að prófa og meta Starliner geimfar Boeing en leki kom á geimfarið á leiðinni að geimstöðinni og var það á endanum sent mannlaust til baka.

Fjórir geimfarar ferðuðust til geimstöðvarinnar á dögunum, þeirra á meðal tveir sem verða eftir. Tveir snúa aftur með Williams og Wilmore; Bandaríkjamaðurinn Nicholas Hague og Rússinn Aleksandr Gorbunov.

Fjórmenningarnir koma heim í Dragon geimfari frá SpaceX og er áætlað að heimförin taki um það bil 17 klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×