Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 18:00 Vel fór á með Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Donald Trump situr á fundi með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Hvíta húsinu þar sem málefni Grænlands bar á góma. Blaðamaður bað hann um að gera betur grein fyrir áætlunum sínum á Grænlandi en áköll Trumps um innlimun hafa orðið síháværari á samfélagsmiðlum, opinberum yfirlýsingum og þegar hann ávarpaði bandarískan þingheim. „Ég held að það verði af því. Ég velti því ekki mjög mikið fyrir mér áður en nú sit ég með manni sem gæti gegnt lykilhlutverki,“ segir Trump og snýr sér að Mark Rutte. „Þú veist, Mark, að við þurfum á þessu að halda fyrir alþjóðaöryggi,“ sagði hann svo og kvaðst hafa áhyggjur af ásælni óvinaþjóða sinna á heimskautasvæðinu. Hann gerði einnig lítið úr tilkalli Danmerkur til Grænlands, sagði það mjög langt frá Danmörku þrátt fyrri að vera hluti þess. „Bát rak þar á land fyrir einhverjum 200 árum síðan. Þeir segjast eiga rétt á því. Ég veit ekki hvort það sé satt. Ég held að það sé það ekki raunar,“ segir Trump þá. Hann segir Bandaríkjaher þegar hafa talsverða viðveru þar og ýjar að því að hún kunni að eflast. „Kannski eigið þið eftir að sjá fleiri og fleiri hermenn fara þangað,“ segir Trump. Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Donald Trump situr á fundi með Mark Rutte framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Hvíta húsinu þar sem málefni Grænlands bar á góma. Blaðamaður bað hann um að gera betur grein fyrir áætlunum sínum á Grænlandi en áköll Trumps um innlimun hafa orðið síháværari á samfélagsmiðlum, opinberum yfirlýsingum og þegar hann ávarpaði bandarískan þingheim. „Ég held að það verði af því. Ég velti því ekki mjög mikið fyrir mér áður en nú sit ég með manni sem gæti gegnt lykilhlutverki,“ segir Trump og snýr sér að Mark Rutte. „Þú veist, Mark, að við þurfum á þessu að halda fyrir alþjóðaöryggi,“ sagði hann svo og kvaðst hafa áhyggjur af ásælni óvinaþjóða sinna á heimskautasvæðinu. Hann gerði einnig lítið úr tilkalli Danmerkur til Grænlands, sagði það mjög langt frá Danmörku þrátt fyrri að vera hluti þess. „Bát rak þar á land fyrir einhverjum 200 árum síðan. Þeir segjast eiga rétt á því. Ég veit ekki hvort það sé satt. Ég held að það sé það ekki raunar,“ segir Trump þá. Hann segir Bandaríkjaher þegar hafa talsverða viðveru þar og ýjar að því að hún kunni að eflast. „Kannski eigið þið eftir að sjá fleiri og fleiri hermenn fara þangað,“ segir Trump.
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira