Bandaríkin

Fréttamynd

Pi­per Lauri­e er látin

Banda­ríska leik­konan Pi­per Lauri­e, sem þekktust er fyrir hlut­verk sín í kvik­myndunum The Hustler og Carri­e en einnig sjón­varps­þátta­röðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace er látin. Hún var 91 árs gömul.

Lífið
Fréttamynd

Tilnefna Steve Scalise

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise.

Erlent
Fréttamynd

Ók inn á sendiskrif­stofu Kína og var skotinn til bana

Lögregla í San Francisco í Bandaríkjunum hefur skotið mann til bana sem ók bifreið sinni inn á sendiskrifstofu Kína í borginni. Lögregla var kölluð til eftir að atvikið átti sér stað og var maðurinn skotinn þegar hún mætti á vettvang.

Erlent
Fréttamynd

Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Sótt að Biden vegna nýrra fram­kvæmda við landa­mæram­úrinn

Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas.

Erlent
Fréttamynd

Costco selur gull í massavís

Verslunarrisinn Costco hefur selt smáar gullstangir í massavís í Bandaríkjunum að undanförnu. Fyrirtækið hefur verið að selja einnar únsu smágullstangir og eru þær vinsælli en þvottaefni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Boeing í basli með Starliner

Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sundr­að­ir Rep­úbl­ik­an­ar gefa sér viku

Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins.

Erlent
Fréttamynd

Örlög McCarthy ráðast líklega í dag

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi.

Erlent