Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 07:02 Auðjöfurinn Bill Gates vill ekki að hægt verði að segja um hann að hann hafi dáið ríkur. AP/Evan Vucci Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. Það samsvarar um 99 prósentum af auðæfum hans og ætlar hann að gefa auð sinn gegnum hjálparsamtök hans. Í viðtali við Financial Times sagði Gates að hann vildi sýna að líknarlund gæti raunverulega breytt heiminum. Hann sagði samtök sín þegar hafa haft gífurleg áhrif og vonast hann til þess að hafa frekari jákvæð áhrif á heiminn, samhliða því að verulega er að draga úr fjárútlátum til þróunarmála á heimsvísu. Samtökin, Gates Foundation, munu tvöfalda fjárútlát til góðgerðarmála fram til ársins 2045 og verður þeim í kjölfarið lokað. Þá eiga allir peningarnir að vera búnir. Tvö hundruð milljarðar dala samsvara tæpum 26 billjónum króna (25.760.000.000.000). Gates óttast þó ekki að vera orðin öreigi. Hann er samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims metinn á um 113 milljarða dala. „Ég mun hafa það fínt,“ sagði Gates. We have an opportunity to save more lives around the world than ever before—and I want to do even more to help. That's why I'm giving away virtually all of my wealth through the Gates Foundation over the next 20 years. pic.twitter.com/Z5o6ggWYGz— Bill Gates (@BillGates) May 8, 2025 Í viðtalinu sagðist Gates vonast til þess að hann myndi hafa áhrif á aðra auðjöfra og fá þá til að verja meira af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Gates gagnrýndi einnig Elon Musk, auðugasta mann heims, og störf hans í ríkisstjórn Donalds Trump. Þar hefur Musk staðið fyrir umfangsmiklum niðurskurði og mjög miklum þegar kemur að þróunaraðstoð Bandaríkjanna. Gates sakaði Musk um að „drepa heimsins fátækustu börn“ með niðurskurðinum. „Myndin af auðugasta manni heims að drepa heimsins fátækustu börn er ekki falleg.“ Samtök Gates eru 25 ára gömul en í grein sem hann skrifaði af því tilefni segir auðjöfurinn frá því þegar hann ákvað fyrst að hann myndi gefa frá sér auð sinn og var að velta fyrir sér hvernig hann ætti að fara að því. Þá segist hann hafa lesið margar bækur og ritgerðir en ein slík eftir Andrew Carnagie frá 1889 stóð upp úr. „Í frægustu setningu ritgerðarinnar skrifaði Carnagie að „maðurinn sem deyr ríkur, deyr smánaður“. Ég hef hugsað mikið um þessa setningu að undanförnu.“ Auðjöfurinn, sem er gjarnan skotmark samsæringa heimsins, sagði ljóst að margt yrði sagt um hann þegar hann deyr. „Ég er þó staðráðinn í því að „hann dó ríkur“ verði ekki þar á meðal.“ Bandaríkin Hjálparstarf Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Það samsvarar um 99 prósentum af auðæfum hans og ætlar hann að gefa auð sinn gegnum hjálparsamtök hans. Í viðtali við Financial Times sagði Gates að hann vildi sýna að líknarlund gæti raunverulega breytt heiminum. Hann sagði samtök sín þegar hafa haft gífurleg áhrif og vonast hann til þess að hafa frekari jákvæð áhrif á heiminn, samhliða því að verulega er að draga úr fjárútlátum til þróunarmála á heimsvísu. Samtökin, Gates Foundation, munu tvöfalda fjárútlát til góðgerðarmála fram til ársins 2045 og verður þeim í kjölfarið lokað. Þá eiga allir peningarnir að vera búnir. Tvö hundruð milljarðar dala samsvara tæpum 26 billjónum króna (25.760.000.000.000). Gates óttast þó ekki að vera orðin öreigi. Hann er samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims metinn á um 113 milljarða dala. „Ég mun hafa það fínt,“ sagði Gates. We have an opportunity to save more lives around the world than ever before—and I want to do even more to help. That's why I'm giving away virtually all of my wealth through the Gates Foundation over the next 20 years. pic.twitter.com/Z5o6ggWYGz— Bill Gates (@BillGates) May 8, 2025 Í viðtalinu sagðist Gates vonast til þess að hann myndi hafa áhrif á aðra auðjöfra og fá þá til að verja meira af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Gates gagnrýndi einnig Elon Musk, auðugasta mann heims, og störf hans í ríkisstjórn Donalds Trump. Þar hefur Musk staðið fyrir umfangsmiklum niðurskurði og mjög miklum þegar kemur að þróunaraðstoð Bandaríkjanna. Gates sakaði Musk um að „drepa heimsins fátækustu börn“ með niðurskurðinum. „Myndin af auðugasta manni heims að drepa heimsins fátækustu börn er ekki falleg.“ Samtök Gates eru 25 ára gömul en í grein sem hann skrifaði af því tilefni segir auðjöfurinn frá því þegar hann ákvað fyrst að hann myndi gefa frá sér auð sinn og var að velta fyrir sér hvernig hann ætti að fara að því. Þá segist hann hafa lesið margar bækur og ritgerðir en ein slík eftir Andrew Carnagie frá 1889 stóð upp úr. „Í frægustu setningu ritgerðarinnar skrifaði Carnagie að „maðurinn sem deyr ríkur, deyr smánaður“. Ég hef hugsað mikið um þessa setningu að undanförnu.“ Auðjöfurinn, sem er gjarnan skotmark samsæringa heimsins, sagði ljóst að margt yrði sagt um hann þegar hann deyr. „Ég er þó staðráðinn í því að „hann dó ríkur“ verði ekki þar á meðal.“
Bandaríkin Hjálparstarf Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira