Vilja leggja réttarríkið til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 13:23 Donald Trump, forseti, og Stephen Miller, einn æðsti ráðgjafi hans. AP/Paul Sancya Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent