Leikstjórinn James Foley er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. maí 2025 09:18 James Foley leikstýrði þrettán kvikmyndum í fullri lengd á sínum tæplega fjörutíu ára ferli. Getty Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Talsmaður Foley greindi Hollywood Reporter frá því að leikstjórinn hefði dáið „friðsællega í svefni fyrr í vikunni“ á heimili sínu í Los Angeles eftir langa baráttu við krabbamein í heila. Foley fæddist 28. desember 1953 í New York og lærði kvikmyndagerð við USC í Los Angeles. Á síðasta ári hans í kvikmyndaskólanum varð hann svo heppinn að kynnast leikstjóranum Hal Ashby, sem var þá nýbúinn að gera Harold and Maude, sem heillaðist af stúdentsmynd Foley og réði hann. Framleiðslufyrirtæki Ashby fór á hausinn en það kom þó ekki í veg fyrir að Foley gæti leikstýrt fyrstu mynd sinni, rómantísku dramamyndinni Reckless (1984) með Aidan Quinn og Daryl Hannah. Madonna, spilaborg og fimmtíu skuggar Skömmu eftir það kynntist Foley tónlistarkonunni Madonnu og leikstýrði tónlistarmyndböndunum „Live to Tell“, „Papa Don't Preach“ og „True Blue“ undir dulnefninu Peter Percher. Foley leikstýrði Madonnu svo aftur í grínmyndinni Who's That Girl (1987) sem floppaði algjörlega. Foley var afkastamikill á tíunda áratugnum og leikstýrði sex myndum, þar á meðal Glengarry Glen Ross (1992) mað Al Pacino og Alec Baldwin, spennutryllinum Fear (1996) með ungum Mark Wahlberg og Reese Witherspoon og svo The Chamber (1996) með Gene Hackman. Foley vann einnig aðeins í sjónvarpi, leikstýrði einum þætti af Twin Peaks (1991), einum þætti af Hannibal (2013) og heilum tólf þáttum af House of Cards (2013-15). Síðustu leikstjórnarverkefni Foley á ferlinum voru svo erótísku framhaldsmyndirnar Fifty Shades Darker (2017) og Fifty Shades Freed (2018) sem byggðu á samnefdnum bókum eftir E.L. James.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira