Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 20:06 Nýr forsætisráðherra Kanada, Mark Carney, hélt á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann. Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann.
Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33
Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00