„Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 12:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fundaði með bandalagsþjóðum Úkraínu í gær, og ítrekaði stuðning Íslands við 30 daga skilyrðislaust vopnahlé. Vísir/Anton Brink Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna, en Úkraína og bandalagsþjóðir hennar hafa gert kröfu um skilyrðislaust vopnahlé fyrst. Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Pútín Rússlandsforseti lagði í gær til að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í vikunni. Þar vilji hann ræða grunnástæður innrásar Rússlands í Úkraínu, og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lengi sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Hann sagðist í morgun jákvæður fyrir ummælum Pútíns um vilja til viðræðna, en sagði fyrsta skrefið verða að vera vopnahlé. Talsmenn Rússlands hafa svarað því til að viðræður verði að koma fyrst, svo vopnahlé. Rússum sé ekki treystandi Utanríkisráðherra Íslands segir jákvæða þróun hafa orðið síðan Selenskí og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Vatíkaninu fyrir tveimur vikum. „Það hefur tekist mjög mikilvægur samningur á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bandaríkin, sem eru mjög mikilvæg, eru að undirstrika sjálfstæði Úkraínu, frjálsa, friðsæla og ekki síst fullvalda Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Ótækt sé að ganga til friðarviðræðna nema vopnahlé komist fyrst á. „Rússar hafa í áratugi sýnt fram á það að þeim er ekki treystandi. Þeir hafa brotið samkomulag ítrekað.“ Fer allt eftir þeim gír sem Pútín verður í Leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands hafa krafist þess að Pútín samþykkti almennt þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt til. Selenskí hefur lýst því yfir að hann ætlist til þess að sú krafa verði samþykkt. Utanríkisráðherra var á fundi bandalagsþjóða Úkraínu í gær, og studdi þar þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé fyrir hönd Íslands. „Myndin núna í dag er að mínu mati jákvæðari og sterkari fyrir friði, sterkari Úkraínu og um leið öruggari Evrópu. Mikilvæg skref hafa verið stigin síðustu daga, en á endanum veltur þetta allt á Pútín og í hvernig stuði hann er fyrir friði,“ segir Þorgerður Katrín.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent