Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 12:16 Frá höfninni í Qingdao í Kína. AP/Chinatopix Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um 21 prósent í apríl, borið saman við apríl í fyrra. Heilt yfir jókst útflutningur Kína þó um 8,1 prósent, þó Bandaríkin hafi verið stærsti viðskiptaaðili Kína. Það er rakið til mun meiri útflutnings frá Kína til annarra ríkja í Asíu (+21%), Suður-Ameríku (+17%), Afríku (+25%) og Evrópusambandsins (+8,3 prósent). Í grein New York Times segir að tölur um innflutning frá Taívan og Suður-Kóreu bendi til þess að Kínverjar séu að nota níutíu daga frest Trumps á tollum á vörur frá öðrum ríkjum, til að koma vörum til Bandaríkjanna gegnum önnur ríki í Asíu. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Viðræður um helgina Bandarískir og kínverskir erindrekar munu funda í Sviss um helgina en samkvæmt Wall Street Journal er vonast til þess að það muni opna á frekari viðræður um viðskipti ríkjanna á milli. Heimildarmenn WSJ í Bandaríkjunum og Kína segja markmiðið að draga úr spennu milli ríkjanna. Trump hefur gefið til kynna að undanförnu að hann ætli sér að lækka tolla á vörur frá Kína. Það gerði hann síðast nú í morgun á Truth Social, samfélagsmiðli hans. „Áttatíu prósenta tollur á Kína virðist rétt! Scott B. ræður því,“ skrifaði Trump og vísaði hann þar til Scott Bessent, fjármálaráðherra hans. Skömmu áður hafði Trump skrifað: „KÍNA ÆTTI AÐ OPNA MARKAÐ SINN FYRIR BANDARÍKJUNUM. VÆRI SVO GOTT FYRIR ÞÁ!!! LOKAÐIR MARKAÐIR VIRKA EKKI LENGUR!!!“ Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um 21 prósent í apríl, borið saman við apríl í fyrra. Heilt yfir jókst útflutningur Kína þó um 8,1 prósent, þó Bandaríkin hafi verið stærsti viðskiptaaðili Kína. Það er rakið til mun meiri útflutnings frá Kína til annarra ríkja í Asíu (+21%), Suður-Ameríku (+17%), Afríku (+25%) og Evrópusambandsins (+8,3 prósent). Í grein New York Times segir að tölur um innflutning frá Taívan og Suður-Kóreu bendi til þess að Kínverjar séu að nota níutíu daga frest Trumps á tollum á vörur frá öðrum ríkjum, til að koma vörum til Bandaríkjanna gegnum önnur ríki í Asíu. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Viðræður um helgina Bandarískir og kínverskir erindrekar munu funda í Sviss um helgina en samkvæmt Wall Street Journal er vonast til þess að það muni opna á frekari viðræður um viðskipti ríkjanna á milli. Heimildarmenn WSJ í Bandaríkjunum og Kína segja markmiðið að draga úr spennu milli ríkjanna. Trump hefur gefið til kynna að undanförnu að hann ætli sér að lækka tolla á vörur frá Kína. Það gerði hann síðast nú í morgun á Truth Social, samfélagsmiðli hans. „Áttatíu prósenta tollur á Kína virðist rétt! Scott B. ræður því,“ skrifaði Trump og vísaði hann þar til Scott Bessent, fjármálaráðherra hans. Skömmu áður hafði Trump skrifað: „KÍNA ÆTTI AÐ OPNA MARKAÐ SINN FYRIR BANDARÍKJUNUM. VÆRI SVO GOTT FYRIR ÞÁ!!! LOKAÐIR MARKAÐIR VIRKA EKKI LENGUR!!!“
Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira