Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 12:16 Frá höfninni í Qingdao í Kína. AP/Chinatopix Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um 21 prósent í apríl, borið saman við apríl í fyrra. Heilt yfir jókst útflutningur Kína þó um 8,1 prósent, þó Bandaríkin hafi verið stærsti viðskiptaaðili Kína. Það er rakið til mun meiri útflutnings frá Kína til annarra ríkja í Asíu (+21%), Suður-Ameríku (+17%), Afríku (+25%) og Evrópusambandsins (+8,3 prósent). Í grein New York Times segir að tölur um innflutning frá Taívan og Suður-Kóreu bendi til þess að Kínverjar séu að nota níutíu daga frest Trumps á tollum á vörur frá öðrum ríkjum, til að koma vörum til Bandaríkjanna gegnum önnur ríki í Asíu. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Viðræður um helgina Bandarískir og kínverskir erindrekar munu funda í Sviss um helgina en samkvæmt Wall Street Journal er vonast til þess að það muni opna á frekari viðræður um viðskipti ríkjanna á milli. Heimildarmenn WSJ í Bandaríkjunum og Kína segja markmiðið að draga úr spennu milli ríkjanna. Trump hefur gefið til kynna að undanförnu að hann ætli sér að lækka tolla á vörur frá Kína. Það gerði hann síðast nú í morgun á Truth Social, samfélagsmiðli hans. „Áttatíu prósenta tollur á Kína virðist rétt! Scott B. ræður því,“ skrifaði Trump og vísaði hann þar til Scott Bessent, fjármálaráðherra hans. Skömmu áður hafði Trump skrifað: „KÍNA ÆTTI AÐ OPNA MARKAÐ SINN FYRIR BANDARÍKJUNUM. VÆRI SVO GOTT FYRIR ÞÁ!!! LOKAÐIR MARKAÐIR VIRKA EKKI LENGUR!!!“ Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um 21 prósent í apríl, borið saman við apríl í fyrra. Heilt yfir jókst útflutningur Kína þó um 8,1 prósent, þó Bandaríkin hafi verið stærsti viðskiptaaðili Kína. Það er rakið til mun meiri útflutnings frá Kína til annarra ríkja í Asíu (+21%), Suður-Ameríku (+17%), Afríku (+25%) og Evrópusambandsins (+8,3 prósent). Í grein New York Times segir að tölur um innflutning frá Taívan og Suður-Kóreu bendi til þess að Kínverjar séu að nota níutíu daga frest Trumps á tollum á vörur frá öðrum ríkjum, til að koma vörum til Bandaríkjanna gegnum önnur ríki í Asíu. Eins og frægt er hefur forseti Bandaríkjanna sett 145 prósenta toll á vörur frá Kína og almennan tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump sett tolla á ál, stál og bíla og heitið því að setja tolla á hálfleiðara og lyf. Hann hefur einnig boðað umfangsmikla tolla á ríki sem selja meira til Bandaríkjanna en þau kaupa en þeim tollum var frestað um níutíu daga, eftir að þeir voru fyrst boðaðir. Kínverjar hafa sett 125 prósenta tolla á bandarískar vörur. Viðræður um helgina Bandarískir og kínverskir erindrekar munu funda í Sviss um helgina en samkvæmt Wall Street Journal er vonast til þess að það muni opna á frekari viðræður um viðskipti ríkjanna á milli. Heimildarmenn WSJ í Bandaríkjunum og Kína segja markmiðið að draga úr spennu milli ríkjanna. Trump hefur gefið til kynna að undanförnu að hann ætli sér að lækka tolla á vörur frá Kína. Það gerði hann síðast nú í morgun á Truth Social, samfélagsmiðli hans. „Áttatíu prósenta tollur á Kína virðist rétt! Scott B. ræður því,“ skrifaði Trump og vísaði hann þar til Scott Bessent, fjármálaráðherra hans. Skömmu áður hafði Trump skrifað: „KÍNA ÆTTI AÐ OPNA MARKAÐ SINN FYRIR BANDARÍKJUNUM. VÆRI SVO GOTT FYRIR ÞÁ!!! LOKAÐIR MARKAÐIR VIRKA EKKI LENGUR!!!“
Kína Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent