Bandaríkin

Fréttamynd

Fluttur til Austin vegna út­rásar súkku­laðis­mjörsins

Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er nú í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Þetta má lesa úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum

Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Alls sex­tán látin í eldunum

Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi barnastjarna og feðgar meðal látinna

Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið.

Erlent
Fréttamynd

Anita Bryant er látin

Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

„Við viljum ekki vera Banda­ríkja­menn“

Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn.

Erlent
Fréttamynd

Út­göngu­bann í borginni í nótt

Íslendingur sem býr í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni en erfiðlega gengur að ná stjórn á gróðureldum sem þar geisa. Tíu hafa látist hið minnsta í eldunum og mörg þúsund hús brunnið, Útgöngubann verður í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér ástandið og látið greipar sópa.

Erlent
Fréttamynd

Trump ekki dæmdur í fangelsi

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá.

Erlent
Fréttamynd

Sagðir hafa greitt heimilis­lausum til að þykjast vera stuðnings­menn Trumps

Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri.

Erlent
Fréttamynd

Heimili Hanks rétt slapp

Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010.

Lífið
Fréttamynd

Hefjum aðildar­við­ræður við Banda­ríkin

Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­vænt skila­boð leiddu til ferðar með syni Trumps

Það var múrarinn Jørgen Boassen sem tók á móti Donald Trump yngri þegar hann heimsótti Grænland á dögunum ásamt föruneyti sínu. Hann segir Bandaríkin ekki munu innlima Grænland en að Danmörk hafi algjörlega brugðist varnarskyldu sinni gagnvart grænlensku þjóðinni.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að stór­iðja spilli besta stjörnu­skoðunar­stað jarðar

Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni.

Erlent
Fréttamynd

Stóru eldarnir enn hömlulausir

Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra.

Erlent
Fréttamynd

Trúir ekki að Trump muni beita her­valdi

Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingar þurfi að huga að for­vörnum með auknum gróðri og skógi

Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst.

Erlent
Fréttamynd

Fimm for­setar við­staddir út­för Carters

Forseti Bandaríkjanna og varaforseti ásamt fjórum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna og þremur fyrrverandi varaforsetum eru viðstaddir útför Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem lést á dögunum hundrað ára að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles

Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið.

Erlent
Fréttamynd

Spjallaði við hæsta­réttar­dómara rétt fyrir á­frýjun

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Beint streymi: Er Græn­land til sölu?

Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum.

Innlent