Bandaríkin

Fréttamynd

Vilja Banda­ríkin bæta sam­skipti sín við Rúss­land og um leið styrkja stöðu sína gagn­vart Kína?

Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Reiðu­búinn til að senda her­menn til Úkraínu

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Morð varpar ljósi á skugga­legan sér­trúar­söfnuð

Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks

Hægri sinnaði rithöfundurinn og áhrifavaldurinn Ashley St. Clair, staðfesti á dögunum að hún hefði eignast barn með Elon Musk, auðugasta manni heims. Þetta er þrettánda barn auðjöfursins en St. Clair segist hafa eignast það fyrir um fimm mánuðum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjald­gæfa málma

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Evrópskir ráða­menn funda vegna Trumps

Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. 

Erlent
Fréttamynd

Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðu­neytis

Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir.

Erlent
Fréttamynd

Orðið sam­staða sé á allra vörum

Forsætisráðherra sækir öryggisráðstefnu í München. Hún segir mikið rætt um samstöðu þrátt fyrir að fulltrúar á fundinum hafi skiptar skoðanir. Leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Húðskammaði ráða­menn í Evrópu

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni.

Erlent
Fréttamynd

Hótar hertum að­gerðum neiti Pútín að semja

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Segja nánast öllum nýjum starfs­mönnum upp

Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum.

Erlent
Fréttamynd

RFK verður heil­brigðis­ráð­herra

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni.

Erlent
Fréttamynd

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square

Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

McConnell greiddi at­kvæði gegn Gabbard

Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin ó­sátt við veru sonarins í Hvíta húsinu

Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk.

Lífið
Fréttamynd

Úti­lokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu.

Erlent
Fréttamynd

Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kali­forníu af Trump

Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. 

Erlent
Fréttamynd

Veitti Musk og DOGE meiri völd til niður­skurðar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sam­komu­lagi um vopna­hlé verði rift verði gíslunum ekki skilað

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að samkomulagi þeirra við Hamas um vopnahlé verði slitið á laugardag skili Hamas ekki gíslunum sem samið var um að yrði skilað á laugardag. Netanyahu lýsti þessu yfir síðdegis í dag eftir langan fund með ríkisstjórn sinni.

Erlent