Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2026 10:44 Grok er spjallmenni samfélagsmiðilsins X. Hann hefur birti ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum að undanförnu. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni. Fjöldi kynferðislegra mynda af börnum og konum gegn vilja þeirra hafa birst á X, samfélagsmiðli Elons Musk, undanfarnar vikur. Gervigreindarspjallmennið Grok framleiðir myndirnar fyrir notendur og birtir á miðlinum. Yfirvöld í nokkrum ríkjum hafa þegar gripið til aðgerða vegna myndbirtinganna, þar á meðal í Frakklandi, Malasíu og Indónesíu. Breska fjölmiðlanefndin Ofcom tilkynnti í vikunni að hún hefði hafið formlega rannsókn á hvort X hefði brotið lög um samfélagsmiðla þar í landi. Ítrustu heimildir Ofcom ef X neitar að hlýta ákvörðunum stofnunarinnar eru að krefjast þess að netþjónustufyrirtæki loki á samfélagsmiðilinn. Verði X bannað í Bretlandi er „ekkert útilokað“ í viðbrögðum bandarískra stjórnvalda, að sögn hátt setts yfirmanns í bandaríska utanríkisráðuneytinu. „Ég myndi segja frá sjónarhorni Bandaríkjanna þá er ekkert út af borðinu þegar kemur að tjáningarfrelsi. Bíðum og sjáum hvað Ofcom gerist og þá sjáum við hvernig Bandaríkin bregðast við,“ sagði Sarah B. Rogers, aðstoðarutanríkisráðherra, í viðtali við breska fjölmiðilinn GB News. Málið snúist um barnaníð, ekki tjáningarfrelsi Rogers þessi tók þátt í að leggja refsiaðgerðir á Thierry Breton, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu, fyrir hans þátt í lögum sambandsins um stafræna þjónustu og nokkrum Evrópubúum sem hafa barist gegn hatursorðræðu og ólöglegu efni á samfélagsmiðlum, að sögn dagblaðsins Politico. Þingkona Repúblikanaflokksins hefur einnig sagt vinna að frumvarpi um refsiaðgerðir gegn Bretlandi ef X verður bannað þar. Sakaði Rogers bresk stjórnvöld um að reyna að þagga niður í pólitískum röddum sem þeim væri í nöp við. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því með öllu. Talsmaður hans sagði fréttamönnum í gær að málið snerist ekki um tjáningarfrelsi heldur barnaníð. „Þetta snýst um framleiðslu á glæpsamlegum myndum af börnum og konum og stúlkum sem eru óásættanlegar. Við getum ekki staðið hjá og látið það ótalið. Þess vegna höfum við gripið til þessara aðgerða,“ sagði talsmaðurinn. Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Samfélagsmiðlar Gervigreind Kynferðisofbeldi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. 12. janúar 2026 13:30 „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 9. janúar 2026 22:53 Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9. janúar 2026 15:30 Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar. 8. janúar 2026 16:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Fjöldi kynferðislegra mynda af börnum og konum gegn vilja þeirra hafa birst á X, samfélagsmiðli Elons Musk, undanfarnar vikur. Gervigreindarspjallmennið Grok framleiðir myndirnar fyrir notendur og birtir á miðlinum. Yfirvöld í nokkrum ríkjum hafa þegar gripið til aðgerða vegna myndbirtinganna, þar á meðal í Frakklandi, Malasíu og Indónesíu. Breska fjölmiðlanefndin Ofcom tilkynnti í vikunni að hún hefði hafið formlega rannsókn á hvort X hefði brotið lög um samfélagsmiðla þar í landi. Ítrustu heimildir Ofcom ef X neitar að hlýta ákvörðunum stofnunarinnar eru að krefjast þess að netþjónustufyrirtæki loki á samfélagsmiðilinn. Verði X bannað í Bretlandi er „ekkert útilokað“ í viðbrögðum bandarískra stjórnvalda, að sögn hátt setts yfirmanns í bandaríska utanríkisráðuneytinu. „Ég myndi segja frá sjónarhorni Bandaríkjanna þá er ekkert út af borðinu þegar kemur að tjáningarfrelsi. Bíðum og sjáum hvað Ofcom gerist og þá sjáum við hvernig Bandaríkin bregðast við,“ sagði Sarah B. Rogers, aðstoðarutanríkisráðherra, í viðtali við breska fjölmiðilinn GB News. Málið snúist um barnaníð, ekki tjáningarfrelsi Rogers þessi tók þátt í að leggja refsiaðgerðir á Thierry Breton, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu, fyrir hans þátt í lögum sambandsins um stafræna þjónustu og nokkrum Evrópubúum sem hafa barist gegn hatursorðræðu og ólöglegu efni á samfélagsmiðlum, að sögn dagblaðsins Politico. Þingkona Repúblikanaflokksins hefur einnig sagt vinna að frumvarpi um refsiaðgerðir gegn Bretlandi ef X verður bannað þar. Sakaði Rogers bresk stjórnvöld um að reyna að þagga niður í pólitískum röddum sem þeim væri í nöp við. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því með öllu. Talsmaður hans sagði fréttamönnum í gær að málið snerist ekki um tjáningarfrelsi heldur barnaníð. „Þetta snýst um framleiðslu á glæpsamlegum myndum af börnum og konum og stúlkum sem eru óásættanlegar. Við getum ekki staðið hjá og látið það ótalið. Þess vegna höfum við gripið til þessara aðgerða,“ sagði talsmaðurinn.
Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Samfélagsmiðlar Gervigreind Kynferðisofbeldi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. 12. janúar 2026 13:30 „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 9. janúar 2026 22:53 Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9. janúar 2026 15:30 Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar. 8. janúar 2026 16:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Fjölmiðlanefnd Bretlands rannsakar nú samfélagsmiðilinn X og hvort hann hafi brotið lög vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað bresk stjórnvöld um ritskoðunartilburði. 12. janúar 2026 13:30
„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 9. janúar 2026 22:53
Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9. janúar 2026 15:30
Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar. 8. janúar 2026 16:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent