Grín sendiherrans ógni Íslandi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. janúar 2026 11:48 Orð sendiherrans fóru illa í bæði Jón Axel og Sigmar. Samsett Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. Billy Long, væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi grínaðist í gær með það við bandaríska þingmenn að Ísland yrði 52. ríkið og hann myndi taka við stöðu ríkisstjóra. Long er íhaldssamur repúblikani og sat á bandaríska þinginu í sex kjörtímabil. Tekið er fram að um grín hafi verið að ræða en Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir orð Long ekkert fyndin. „Þetta er að sjálfsögðu ekkert sérstaklega fyndið grín í ljósi þeirrar umræðu sem nú er í gangi vestanhafs um Grænland og reyndar eru þetta eiginlega ummæli sem eru frekar alvarleg,“ segir Sigmar á Alþingi undir liðnum störf þingsins. Rök fyrir Grænlandi eigi líka við um Ísland Í gær funduðu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Grænlands og Danmerkur í kjölfar ítrekaðra ummæla Bandaríkjaforseta um að þau verði að eignast Grænland. Grænlendingar og Danir hafa að sama skapi ítrekað að Grænland standi þeim ekki til boða. Á fundinum sammæltust þeir um að stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands. Sigmar segir að rök Bandaríkjanna fyrir því að Grænland þurfi að vera í þeirra eigu geti líka átt við Ísland. „Þetta snýst um legu þessara tveggja eyja. Grænland er hernaðarlega mikilvæg eyja en það er Ísland líka þannig að við verðum að horfa á öll þessi orð og allt sem þarna fellur í því samhengi. Við verðum líka að hafa kjark til þess, Íslendingar, þrátt fyrir að við höfum verið í miklu vinasambandi við Bandaríkin , ekki síst í gegnum NATO, að ræða það hvar og hvernig okkar öryggishagsmunum er best komið í þessum breytta heimi.“ Hann spyr hvort Íslendingar deili enn gildum með ráðamönnum Bandaríkjanna hvað varðar fullveldi smárra ríkja og kallar eftir umræðu þingmanna. Setja pressu á Þorgerði Það er ekki einungis Sigmar sem fussar og sveiar yfir orðum Long. Jón Axel Ólafsson, fjölmiðlamaður með meiru, hefur stofnað undirskriftarlista þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er hvött til að hafna Long sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Við viljum ekki svona mann sem sendiherra á Íslandi!“ skrifar Jón Axel í færslu á Facebook þar sem hann deilir undirskriftarlistanum. „Við viljum að Þorgerður Katrín hafni Billy Long sem sendiherra á Íslandi og kalli eftir að Bandaríkin tilnefni annan mann, sem sýni Íslandi og Íslendingum meiri virðingu,“ segir í röksemdarfærslu undirskriftarlistans. Þegar þessi orð eru rituð hafa 855 undirritað listann og hækkar talan hratt. Alþingi Grænland Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Billy Long, væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi grínaðist í gær með það við bandaríska þingmenn að Ísland yrði 52. ríkið og hann myndi taka við stöðu ríkisstjóra. Long er íhaldssamur repúblikani og sat á bandaríska þinginu í sex kjörtímabil. Tekið er fram að um grín hafi verið að ræða en Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir orð Long ekkert fyndin. „Þetta er að sjálfsögðu ekkert sérstaklega fyndið grín í ljósi þeirrar umræðu sem nú er í gangi vestanhafs um Grænland og reyndar eru þetta eiginlega ummæli sem eru frekar alvarleg,“ segir Sigmar á Alþingi undir liðnum störf þingsins. Rök fyrir Grænlandi eigi líka við um Ísland Í gær funduðu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Grænlands og Danmerkur í kjölfar ítrekaðra ummæla Bandaríkjaforseta um að þau verði að eignast Grænland. Grænlendingar og Danir hafa að sama skapi ítrekað að Grænland standi þeim ekki til boða. Á fundinum sammæltust þeir um að stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands. Sigmar segir að rök Bandaríkjanna fyrir því að Grænland þurfi að vera í þeirra eigu geti líka átt við Ísland. „Þetta snýst um legu þessara tveggja eyja. Grænland er hernaðarlega mikilvæg eyja en það er Ísland líka þannig að við verðum að horfa á öll þessi orð og allt sem þarna fellur í því samhengi. Við verðum líka að hafa kjark til þess, Íslendingar, þrátt fyrir að við höfum verið í miklu vinasambandi við Bandaríkin , ekki síst í gegnum NATO, að ræða það hvar og hvernig okkar öryggishagsmunum er best komið í þessum breytta heimi.“ Hann spyr hvort Íslendingar deili enn gildum með ráðamönnum Bandaríkjanna hvað varðar fullveldi smárra ríkja og kallar eftir umræðu þingmanna. Setja pressu á Þorgerði Það er ekki einungis Sigmar sem fussar og sveiar yfir orðum Long. Jón Axel Ólafsson, fjölmiðlamaður með meiru, hefur stofnað undirskriftarlista þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er hvött til að hafna Long sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Við viljum ekki svona mann sem sendiherra á Íslandi!“ skrifar Jón Axel í færslu á Facebook þar sem hann deilir undirskriftarlistanum. „Við viljum að Þorgerður Katrín hafni Billy Long sem sendiherra á Íslandi og kalli eftir að Bandaríkin tilnefni annan mann, sem sýni Íslandi og Íslendingum meiri virðingu,“ segir í röksemdarfærslu undirskriftarlistans. Þegar þessi orð eru rituð hafa 855 undirritað listann og hækkar talan hratt.
Alþingi Grænland Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent