Bandaríkin

Fréttamynd

Fimm á­kærðir í tengslum við and­lát Perry

Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 

Lífið
Fréttamynd

Gera sér ekki mat úr lekanum úr fram­boði Trump

Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran

Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“.

Erlent
Fréttamynd

Fóru um víðan völl í sam­tali á X í gær

Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“.

Erlent
Fréttamynd

Sást með huldumanni

Mjaðmir kólumbísku söngkonunnar Shakiru ljúga engu og heldur ekki bros hennar en söngkonan knáa sást á stefnumóti með huldumanni í Miami borg í Bandaríkjunum í síðustu viku. Erlendir slúðurmiðlar hafa keppst við að fjalla um stefnumótið en myndir náðust af söngkonunni úti að borða með kappanum, sem ekki sést framan í.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf að tala um barn­eignir

Hjónin Simon Biles og Jonathan Owens eru alltaf að tala um að eignast börn. Þetta segir bandaríska fimleikagoðsögnin sem segir þó að hún og eiginmaður hennar ætli ekki að láta af verða alveg strax.

Lífið
Fréttamynd

Trump vill mæta Harris þrisvar í kapp­ræðum

Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Har­ris þaggaði niður í stuðnings­fólki Palestínu­manna

Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta.

Erlent
Fréttamynd

Segir föður sínum til syndanna

Vivian Jenna Wilson dóttir milljarðamæringsins Elon Musk segir föður sínum til syndanna í nýrri færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Threads. Hún segir hann ekki fjölskyldumann og segir hann ítrekað ljúga um börn sín auk þess sem hann sé raðframhjáhaldari. 

Lífið