Ákærur gegn Comey og James felldar niður Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 15:56 James Comey, Lindsey Halligan og Letitia James. AP Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. Úrskurðurinn bindur enda á málaferlin gegn Comey og James, um tíma, en hann sneri ekki að málaferlunum sjálfum heldur eingöngu að því hvernig Lindsey Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur Comey og James hafa lagt fram nokkrar kröfur um að málin gegn þeim verði felld niður. Það á samkvæmt þeim að gera vegna þess að ákærurnar hafi verið drifnar áfram af pólitískum hvötum og hefndargirnd Trumps. Þá hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórn Trumps hefði ekki haft vald til að skipa hana í embætti. Því var Cameron McGowan Currie, dómarinn, sammála. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur heitið því að úrskurðinum verði áfrýjað eða að ákærurnar verði mögulega lagðar fram á nýjan leik. Kallaði eftir ákærum og fékk þær Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Hann var ákærður í september fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu í september. Þá hafði forveri hennar komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Sá var í kjölfarið rekinn af Trump og Halligan var skipuð í hans stað. Hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps og hafði enga reynslu af saksóknarastörfum. Hún hafði einungis nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd og kallaði saman ákærudómstól, sem samþykkti tvær ákærur gegn Comey. Þær ákærur þykja nokkuð umdeildar og hefur annar dómari til skoðunar hvort þær séu löglegar, þar sem þær voru tæknilega séð ekki lagðar fyrir alla kviðdómendur. Fagna niðurfellinu Letitia James var einnig ákærð í Virginíu en fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Eins og með Comey hefur Trump kallað eftir því að hún verði ákærð og var það á endanum gert og var það Halligan sem ákærði James. Hún var, eins og Trump, ákærð fyrir bankasvik og skjalafals í tengslum við húsnæðislán. Bæði Comey og James hafa fagnað því að ákærurnar gegn þeim hafi verið felldar niður, í bili allavega. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Úrskurðurinn bindur enda á málaferlin gegn Comey og James, um tíma, en hann sneri ekki að málaferlunum sjálfum heldur eingöngu að því hvernig Lindsey Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur Comey og James hafa lagt fram nokkrar kröfur um að málin gegn þeim verði felld niður. Það á samkvæmt þeim að gera vegna þess að ákærurnar hafi verið drifnar áfram af pólitískum hvötum og hefndargirnd Trumps. Þá hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórn Trumps hefði ekki haft vald til að skipa hana í embætti. Því var Cameron McGowan Currie, dómarinn, sammála. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur heitið því að úrskurðinum verði áfrýjað eða að ákærurnar verði mögulega lagðar fram á nýjan leik. Kallaði eftir ákærum og fékk þær Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Hann var ákærður í september fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu í september. Þá hafði forveri hennar komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Sá var í kjölfarið rekinn af Trump og Halligan var skipuð í hans stað. Hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps og hafði enga reynslu af saksóknarastörfum. Hún hafði einungis nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd og kallaði saman ákærudómstól, sem samþykkti tvær ákærur gegn Comey. Þær ákærur þykja nokkuð umdeildar og hefur annar dómari til skoðunar hvort þær séu löglegar, þar sem þær voru tæknilega séð ekki lagðar fyrir alla kviðdómendur. Fagna niðurfellinu Letitia James var einnig ákærð í Virginíu en fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Eins og með Comey hefur Trump kallað eftir því að hún verði ákærð og var það á endanum gert og var það Halligan sem ákærði James. Hún var, eins og Trump, ákærð fyrir bankasvik og skjalafals í tengslum við húsnæðislán. Bæði Comey og James hafa fagnað því að ákærurnar gegn þeim hafi verið felldar niður, í bili allavega.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira