Bandaríkin Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. Erlent 2.6.2022 23:31 Avenatti aftur dæmdur í fangelsi fyrir svik Michael Avenatti, sem hlaut frægð vestanhafs og víðar þegar hann var lögmaður klámleikkonunnar Stormy Daniels í máli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann sat þegar í fangelsi fyrir fjárkúgun gegn stórfyrirtækinu Nike. Erlent 2.6.2022 20:43 Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. Erlent 2.6.2022 15:51 Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Erlent 2.6.2022 08:00 Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. Erlent 2.6.2022 07:05 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. Erlent 1.6.2022 23:37 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Erlent 1.6.2022 22:30 Sheryl Sandberg hættir hjá Meta Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Meta, ætlar að hætta hjá fyrirtækinu eftir að hafa verið mjög áberandi í fremstu röðum þar í fjórtán ár. Í tilkynningu segist hún ætla að einbeita sér að mannúðarstarfi og að öðru leyti viti hún ekki hvað framtíðin beri í skauti sér. Viðskipti erlent 1.6.2022 22:21 Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Erlent 1.6.2022 18:07 Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Lífið 1.6.2022 17:21 Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. Erlent 1.6.2022 09:52 Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. Erlent 1.6.2022 08:40 Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Erlent 1.6.2022 06:56 Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. Erlent 31.5.2022 18:38 Leikmaður í NFL lést í bílslysi aðeins 25 ára Jeff Gladney, bakvörður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, er látinn, aðeins 25 ára. Hann lést í bílslysi í Dallas í gærmorgun ásamt kærustu sinni sem var farþegi í bílnum. Sport 31.5.2022 14:30 Mjólkurvörur Örnu á Bandaríkjamarkað Forsvarsmenn Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu með forsvarsmönnum Reykjavík Creamery, mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu, um samstarf milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 31.5.2022 12:12 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. Erlent 31.5.2022 09:30 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. Lífið 30.5.2022 07:00 „Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind Erlent 29.5.2022 23:31 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. Erlent 29.5.2022 19:27 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. Erlent 29.5.2022 15:42 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Erlent 29.5.2022 10:38 George Shapiro látinn George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Lífið 29.5.2022 09:19 Fimm milljarða dollara verkefni til að rafvæða bandaríska skólabíla Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, EPA vill rafvæða skólabílaflotann í Bandaríkjunum. Stofnunin hefur sett saman áætlun sem gerir ráð fyrir að fimm milljarðar dollara eða um 650 milljarðar króna verði varið í að rafvæða skólabíla. Bílar 29.5.2022 07:00 Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum. Erlent 28.5.2022 15:31 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. Erlent 28.5.2022 08:56 Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. Erlent 27.5.2022 23:00 Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. Erlent 27.5.2022 18:03 Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. Erlent 27.5.2022 15:13 Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini. Erlent 27.5.2022 13:45 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 334 ›
Leitaði uppi lækni vegna bakverkja og skaut hann Maður sem skaut skurðlækni sinn og þrjá aðra til bana í Tulsa í Bandaríkjunum í gærkvöldi, kenndi lækninum um sársauka sem hann fann fyrir eftir aðgerð á baki. Maðurinn keypti sér hálfsjálfvirkan riffil af gerðinni AR-15 nokkrum klukkustundum fyrir ódæðið. Erlent 2.6.2022 23:31
Avenatti aftur dæmdur í fangelsi fyrir svik Michael Avenatti, sem hlaut frægð vestanhafs og víðar þegar hann var lögmaður klámleikkonunnar Stormy Daniels í máli hennar gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Hann sat þegar í fangelsi fyrir fjárkúgun gegn stórfyrirtækinu Nike. Erlent 2.6.2022 20:43
Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. Erlent 2.6.2022 15:51
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Erlent 2.6.2022 08:00
Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. Erlent 2.6.2022 07:05
Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. Erlent 1.6.2022 23:37
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Erlent 1.6.2022 22:30
Sheryl Sandberg hættir hjá Meta Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Meta, ætlar að hætta hjá fyrirtækinu eftir að hafa verið mjög áberandi í fremstu röðum þar í fjórtán ár. Í tilkynningu segist hún ætla að einbeita sér að mannúðarstarfi og að öðru leyti viti hún ekki hvað framtíðin beri í skauti sér. Viðskipti erlent 1.6.2022 22:21
Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Erlent 1.6.2022 18:07
Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Lífið 1.6.2022 17:21
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. Erlent 1.6.2022 09:52
Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. Erlent 1.6.2022 08:40
Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Erlent 1.6.2022 06:56
Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. Erlent 31.5.2022 18:38
Leikmaður í NFL lést í bílslysi aðeins 25 ára Jeff Gladney, bakvörður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, er látinn, aðeins 25 ára. Hann lést í bílslysi í Dallas í gærmorgun ásamt kærustu sinni sem var farþegi í bílnum. Sport 31.5.2022 14:30
Mjólkurvörur Örnu á Bandaríkjamarkað Forsvarsmenn Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu með forsvarsmönnum Reykjavík Creamery, mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu, um samstarf milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 31.5.2022 12:12
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. Erlent 31.5.2022 09:30
Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. Lífið 30.5.2022 07:00
„Við vitum hvað virkar gegn þessu“ Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind Erlent 29.5.2022 23:31
Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. Erlent 29.5.2022 19:27
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. Erlent 29.5.2022 15:42
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. Erlent 29.5.2022 10:38
George Shapiro látinn George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Lífið 29.5.2022 09:19
Fimm milljarða dollara verkefni til að rafvæða bandaríska skólabíla Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, EPA vill rafvæða skólabílaflotann í Bandaríkjunum. Stofnunin hefur sett saman áætlun sem gerir ráð fyrir að fimm milljarðar dollara eða um 650 milljarðar króna verði varið í að rafvæða skólabíla. Bílar 29.5.2022 07:00
Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum. Erlent 28.5.2022 15:31
Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. Erlent 28.5.2022 08:56
Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. Erlent 27.5.2022 23:00
Segir börnin hafa grátbeðið um hjálp á meðan lögreglan beið fyrir utan Yfirmaður aðgerða lögreglu við grunnskóla í Texas þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir ákvað að aðhafast ekki neitt í tæplega fimmtíu mínútur á meðan árásarmaðurinn var inni í læstri skólastofu ásamt fórnarlömbum sínum. Erlent 27.5.2022 18:03
Byrja að ræða „hóflegar“ aðgerðir eftir fjöldamorðið Þverpólitískur hópur öldungadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi ætlar að skoða hvernig þingið geti brugðist við skotárásinni í Uvalde í Texas þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara. Slíkar viðræður hafa ítrekað farið út um þúfur í kjölfar fyrri fjöldamorða. Erlent 27.5.2022 15:13
Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini. Erlent 27.5.2022 13:45