Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2023 10:29 Embættismenn í Bandaríkjunum segja íranska hermenn líklega hafa fallið í árásunum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar. Ein árás var gerð á þjálfunarmiðstöð í Abu Kamal í Sýrlandi og á meinta stjórnstöð byltingarvarða Íran og tengdra sveita í Mayadin. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Sjá einnig: Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja líklegt að mannfall hafi orðið í loftárásunum og að markmiðið hafi einnig verið að granda vopnabirgðum sem voru á báðum stöðunum. Einn embættismaður sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar til að mynda talið væri að byltingarverðir Íran hefðu verið í húsnæðinu í Mayadin og hefðu líklega fallið. Árásirnar voru gerðar á sunnudaginn og var það í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn gera árásir sem þessar á tveimur vikum. Með þeim vilja Bandaríkjamenn þvinga Írana og vígahópa þeirra til að hætta árásum á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Tölur um fjölda þessara árása eru á nokkru kreiki eða allt frá rúmlega fimmtíu í rúmlega sjötíu á undanförnum mánuði. Þær hófust eftir að sprenging varð við sjúkrahús á Gasaströndinni þann 17. október. Í flestum tilfellum hefur eldflaugum verið skotið að bandarískum herstöðvum eða sjálfsprengidrónum flogið að þeim. Ekki virðist sem það hafi tekist, þar sem fregnir hafa borist af áframhaldandi árásum á bandaríska hermenn. CNN sagði í gær að minnst fjórar árásir hefðu verið gerðar á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá því á sunnudaginn. Enginn er þó sagður hafa særst í þessum árásum. Heimildarmenn miðilsins segja árásirnar bæði hafa gerðar með eldflaugum og sjálfsprengidrónum. Sýrland Bandaríkin Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Írak Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ein árás var gerð á þjálfunarmiðstöð í Abu Kamal í Sýrlandi og á meinta stjórnstöð byltingarvarða Íran og tengdra sveita í Mayadin. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Sjá einnig: Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja líklegt að mannfall hafi orðið í loftárásunum og að markmiðið hafi einnig verið að granda vopnabirgðum sem voru á báðum stöðunum. Einn embættismaður sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar til að mynda talið væri að byltingarverðir Íran hefðu verið í húsnæðinu í Mayadin og hefðu líklega fallið. Árásirnar voru gerðar á sunnudaginn og var það í þriðja sinn sem Bandaríkjamenn gera árásir sem þessar á tveimur vikum. Með þeim vilja Bandaríkjamenn þvinga Írana og vígahópa þeirra til að hætta árásum á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Tölur um fjölda þessara árása eru á nokkru kreiki eða allt frá rúmlega fimmtíu í rúmlega sjötíu á undanförnum mánuði. Þær hófust eftir að sprenging varð við sjúkrahús á Gasaströndinni þann 17. október. Í flestum tilfellum hefur eldflaugum verið skotið að bandarískum herstöðvum eða sjálfsprengidrónum flogið að þeim. Ekki virðist sem það hafi tekist, þar sem fregnir hafa borist af áframhaldandi árásum á bandaríska hermenn. CNN sagði í gær að minnst fjórar árásir hefðu verið gerðar á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá því á sunnudaginn. Enginn er þó sagður hafa særst í þessum árásum. Heimildarmenn miðilsins segja árásirnar bæði hafa gerðar með eldflaugum og sjálfsprengidrónum.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Íran Átök í Ísrael og Palestínu Írak Tengdar fréttir Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13. nóvember 2023 12:02
Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38
Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09
Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. 3. nóvember 2023 11:43