Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 06:52 Joe Biden hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni varðandi átökin á Gasa. AP/New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varið ákvörðun stjórnvalda vestanhafs að kalla ekki eftir vopnahléi á Gasa og segir Hamas viðvarandi ógn fyrir Ísrael. Þá hafi Ísraelsmenn freistað þess að forðast mannfall meðal almennings í aðgerðum sínum. Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira