Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 06:52 Joe Biden hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni varðandi átökin á Gasa. AP/New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varið ákvörðun stjórnvalda vestanhafs að kalla ekki eftir vopnahléi á Gasa og segir Hamas viðvarandi ógn fyrir Ísrael. Þá hafi Ísraelsmenn freistað þess að forðast mannfall meðal almennings í aðgerðum sínum. Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira