Hæstiréttur Bandaríkjanna setur sér siðareglur í fyrsta sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 08:33 Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fred Schilling Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sett sér siðareglur í fyrsta sinn en nokkrir dómarar við dómstólinn hafa sætt harðri gagnrýni síðustu misseri fyrir að þiggja alls konar gjafir. Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50
Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24