Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2023 08:01 Ekkert lát virðist vera á vinsældum jólalags Carey. Getty Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill. Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill.
Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira