Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2023 20:01 Ísraelskir hermenn á Gasaströndinni. Ísraelski herinn Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. Hléin á einnig að nota til að koma neyðarbirgðum frá Egyptalandi til borgara. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins opinberaði þetta í kvöld og sagði fyrirkomulagið hefjast í dag. Á hvert hlé að vera tilkynnt með þriggja klukkustunda fyrirvara. Samkvæmt frétt Washington Post hafa Ísraelar ekki tekið fyllilega undir þessa yfirlýsingu frá Bandaríkjunum. Einn talsmaður ísraelska hersins sagði að verið væri að gera staðbundnar og tímabundnar pásur á grunni mannúðar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og aðrir í ríkisstjórn hans hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael um að hætta árásum í nokkra daga en það hafa Ísraelar ekki samþykkt. Biden sagði í dag að formlegt vopnahlé væri ekki í myndinni og að viðræður um svokallaðar mannúðarpásur hefðu tekið lengri tíma en hann hefði vonast eftir. Harðir bardagar geisa Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði heimsins en þar búa um 2,3 milljónir manna á svæði sem er gróflega 40 kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Nærri því tveir þriðju íbúa eru taldir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gífurlega umfangsmikilla árása Ísraela á svæðið undanfarinn mánuð. Ísraelar segjast telja að höfuðstöðvar Hamas-samtakanna megi finna í göngum undir Gasaborg. Herinn hefur klippt Gasaströndina í tvennt og hafa umkringt borgina, sem er á norðurhluta svæðisins. Þúsundir hafa flúið borgina en talið er að tugir þúsunda manna séu þar enn. Netanjahú sagður hafa hafnað samkomulagi Í frétt sem birt var á vef Guardian í dag er því að haldið fram að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi hafnað því að gera fimm daga vopnahlé við Hamas-samtökin og aðra vígahópa á Gasaströndinni. Átti það að vera í skiptum fyrir frelsi hluta þeirra gísla sem Hamas-liðar halda í göngum sínum undir Gasaströndinni. Heimildarmenn Guardian segja að samkvæmt tilboðinu hafi átt að frelsa börn, konur, eldri borgara og veikt fólk í haldi Hamas. Viðræðurnar eiga að hafa farið fram áður en Ísraelar gerðu innrás á Gasa og mun hún hafa verið gerð eftir að Netanjahú hafnaði tilboðinu. Talið er að Hamas-liðar hafi tekið um 240 manns í gíslingu í árásum þeirra á suðurhluta Ísrael þann 7. október og hafa leiðtogar Hamas meðal annars krafist þess að þúsundum Palestínumanna í haldi Ísraela verði sleppt í skiptum fyrir gíslana. Óljóst er hve margir þeirra eru enn á lífi eftir umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir Ísraela á Gasaströndina undanfarinn mánuð og hörð átök á jörðu niðri á norðurhluta Gasastrandarinnar. Í síðasta mánuði sagði einn talsmaður Hamas að um fimmtíu gíslar hefðu dáið í árásum Ísraela en það hefur aldrei verið staðfest. Ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að frelsa þá gísla sem Hamas-liðar tóku. Þeir hafa þó ekki viljað gera hlé á átökunum og árásum og segja bestu leiðina til að frelsa gíslana vera að halda þrýstingi á Hamas. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Forseti Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47 Leggja lokadrög að samkomulagi um mannúðarhlé gegn lausn gísla Viðræður standa yfir um þriggja daga mannúðarhlé á árásum Ísraelshers á Gasa gegn því að Hamas sleppi um tug gísla sem samtökin hafa í haldi. Frá þessu greinir Associated Press og hefur eftir fjórum ónafngreindum heimildarmönnum. 9. nóvember 2023 06:52 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hléin á einnig að nota til að koma neyðarbirgðum frá Egyptalandi til borgara. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins opinberaði þetta í kvöld og sagði fyrirkomulagið hefjast í dag. Á hvert hlé að vera tilkynnt með þriggja klukkustunda fyrirvara. Samkvæmt frétt Washington Post hafa Ísraelar ekki tekið fyllilega undir þessa yfirlýsingu frá Bandaríkjunum. Einn talsmaður ísraelska hersins sagði að verið væri að gera staðbundnar og tímabundnar pásur á grunni mannúðar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og aðrir í ríkisstjórn hans hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael um að hætta árásum í nokkra daga en það hafa Ísraelar ekki samþykkt. Biden sagði í dag að formlegt vopnahlé væri ekki í myndinni og að viðræður um svokallaðar mannúðarpásur hefðu tekið lengri tíma en hann hefði vonast eftir. Harðir bardagar geisa Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði heimsins en þar búa um 2,3 milljónir manna á svæði sem er gróflega 40 kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Nærri því tveir þriðju íbúa eru taldir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gífurlega umfangsmikilla árása Ísraela á svæðið undanfarinn mánuð. Ísraelar segjast telja að höfuðstöðvar Hamas-samtakanna megi finna í göngum undir Gasaborg. Herinn hefur klippt Gasaströndina í tvennt og hafa umkringt borgina, sem er á norðurhluta svæðisins. Þúsundir hafa flúið borgina en talið er að tugir þúsunda manna séu þar enn. Netanjahú sagður hafa hafnað samkomulagi Í frétt sem birt var á vef Guardian í dag er því að haldið fram að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi hafnað því að gera fimm daga vopnahlé við Hamas-samtökin og aðra vígahópa á Gasaströndinni. Átti það að vera í skiptum fyrir frelsi hluta þeirra gísla sem Hamas-liðar halda í göngum sínum undir Gasaströndinni. Heimildarmenn Guardian segja að samkvæmt tilboðinu hafi átt að frelsa börn, konur, eldri borgara og veikt fólk í haldi Hamas. Viðræðurnar eiga að hafa farið fram áður en Ísraelar gerðu innrás á Gasa og mun hún hafa verið gerð eftir að Netanjahú hafnaði tilboðinu. Talið er að Hamas-liðar hafi tekið um 240 manns í gíslingu í árásum þeirra á suðurhluta Ísrael þann 7. október og hafa leiðtogar Hamas meðal annars krafist þess að þúsundum Palestínumanna í haldi Ísraela verði sleppt í skiptum fyrir gíslana. Óljóst er hve margir þeirra eru enn á lífi eftir umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir Ísraela á Gasaströndina undanfarinn mánuð og hörð átök á jörðu niðri á norðurhluta Gasastrandarinnar. Í síðasta mánuði sagði einn talsmaður Hamas að um fimmtíu gíslar hefðu dáið í árásum Ísraela en það hefur aldrei verið staðfest. Ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að frelsa þá gísla sem Hamas-liðar tóku. Þeir hafa þó ekki viljað gera hlé á átökunum og árásum og segja bestu leiðina til að frelsa gíslana vera að halda þrýstingi á Hamas.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Forseti Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47 Leggja lokadrög að samkomulagi um mannúðarhlé gegn lausn gísla Viðræður standa yfir um þriggja daga mannúðarhlé á árásum Ísraelshers á Gasa gegn því að Hamas sleppi um tug gísla sem samtökin hafa í haldi. Frá þessu greinir Associated Press og hefur eftir fjórum ónafngreindum heimildarmönnum. 9. nóvember 2023 06:52 Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forseti Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21
Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47
Leggja lokadrög að samkomulagi um mannúðarhlé gegn lausn gísla Viðræður standa yfir um þriggja daga mannúðarhlé á árásum Ísraelshers á Gasa gegn því að Hamas sleppi um tug gísla sem samtökin hafa í haldi. Frá þessu greinir Associated Press og hefur eftir fjórum ónafngreindum heimildarmönnum. 9. nóvember 2023 06:52
Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. 8. nóvember 2023 23:09